Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 28

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 28
Ég tel að ein helsta pólitíska skýringin á því að verðtryggingarákvæðið kemur þama inn hafi verið einarðleg afstaða Vilmundar Gylfasonar. Hann var mjög öflugur talsmaður þess að tekið væri á þeim vanda sem fólst í neikvæðum raunvöxtum. Ég átti með honum marga fimdi um þetta mál. Þegar verðtryggingaákvæðin voru sett inn í írumvarpið var það reyndar þannig að bankakerfíð og Seðlabankinn vom mjög treg til að gera þetta að frjálsri ákvörðun þeirra sem í viðskiptunum áttu. Þeir vildu hafa áíram beina íhlutun Seðlabankans. Ur henni var mjög dregið í endanlegri gerð frumvarpsins. Ég ætla nú ekki að segja þá sögu að öðm leyti en því að auðvitað var Seðlabankinn hlynntur því að verðtrygging fjárskuldbindinga væri heimiluð, en hann átti ekki frumkvæði að því 1979. JH: En ég sannfærðist líka um það við þennan lestur minn, að Ólafur Jóhannesson hefði sjálfur skilið þetta og verið þessu samþykkur. JS: Hann varð það á endanum. Eftir miklar umræður gerir hann þessa tillögu og á heiður skilinn fyrir það. JH: Þannig að það er ekki að ástæðulausu að kalla þetta Ólafslög. JS: Sannarlega ekki, því að hann sýndi þar mikið hugrekki í sínum flokki. JH: Svo fór ég yfir þingumræðumar og þar vom nokkrir þingmenn sem töluðu mjög skynsamlega um þetta; þeirra á meðal Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Jón Helgason. JS: Já, Jón er hygginn búmaður. JH: Og Geir Hallgrímsson. Það skar sig úr í umræðunum á þingi að þessir menn vom með fúllan skilning á þessu. ÓH: Hvað um vaxtafrelsið 1984? Varþað sett á með reglugerð? Steingrímur sagðist hafa verið stikkfrí. JH: Þetta var ákvöröun Seðlabankans sem hann vildi ekki taka, nema með samþykki ríkisstjómarinnar. Og það er það sem gerist þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er í Los Angeles á Ólympíuleikunum, þegar Halldór Asgrimsson ber þetta ffarn í ríkisstjóminni. En þetta var engin reglugerð. JS: Þetta var yfirlýsing ffá Seðlabankanum. En vaxtaffelsið 1984 var afar takmarkað. Seinna koma svo breytingar á vaxtalögunum 1987, og síðar enn ffekari breytingar á þeim og sérlögum sem giltu um ýmsa anga í lánakerfinu sem kornu á frelsi til vaxtaákvarðana. ÓH: Varsá möguleiki alltaffyrir hendi að Seðlabankinn tœki sér ákvörðunarvald um vaxtakjör? JH: Það kom ekki til nema í samhengi við verðtrygginguna því þegar verðbólgan er svona há eins og hún var þama, em greiðslumar af vöxtum svo óheyrilegar. Eina ráðið til þess að ráða við þetta er að dreifa vöxtunum yfir lánstímann. Yfir langan tíma. Það er það sem verðtryggingin gerir. Þess vegna var verðtryggingin eina leiðin til að innleiða vaxtaffelsið. JS: Til þess þurfti að hugsa upp það kerfi sem nú er við lýði, að dreifa verðtryggingunni yfir allan lánstímann og binda hana í upphafi eingöngu við langtímaskuldbindingar. Hins vegar tel ég að kjaminn í þessari ákvörðun sé sá að hún var forsendan fyrir því að hér yrði komið á einhveiju jafnvægi, þar sem vextimir réðust með tilliti til markaðsaðstæðna.Auðvitaðverðurþettaekkiorðinmarkaðsákvörðun fýrir alvöru fýrr en heimilt er að taka lán erlendis og íslenskur fjánnagnsmarkaður var opnaður fýrir gjaldeyrishreyfingum. Það var ekki gert fýrr en á ámnum 1990-1995. Þetta er gjörbreyting ffá því sem var milli 1960 og 1970, því nú geta menn tekið lán erlendis, og gera það sannarlega, bæði íýrirtæki og einstaklingar. JH: Einn af erfiðleikunum við að koma verðtryggingunni á í bankakerfmu var sá ótti bankanna að þess myndi krafist að verðtrygging yrði til skamms tíma á innlánum, en aftur á móti ekki nema til langs tima á útlánum og jafnvægisleysi yrði á milli tímalengdar innlánamegin og útlánamegin og bankamir sætu uppi með tapið af mismuninum. Þessar áhyggjur vom ekki ástæðulausar. Eyður í Viöreisninni JS: Þetta er bara eitt dæmi um það að þótt sannarlega væri brotið í blað í íslenskri hagstjóm og hagsögu með Viðreisninni, þá vom ýmsir hvítir blettir á landabréfinu sem átti eftir að fýlla. Við getum nefnt verðlagsmálin, vegna þess að á Viðreisnarárunum var áffam við lýði verðlagseftirlit, formlegt, opinbert verðlagseftirlit. Það er ekki fýrr en með samkeppnislögunum árið 1993 semþað varað fúllu horfið. Þannig var Viðreisnin hvorki það almenna íijálsiæði fýrir atvinnulífið né hinn almenni reglurammi við skilyrði markaðsviðskipta sem menn gjanta vildu að verið hefði. JH: Það má segja að Viðreisnin, takmörkuð eins og hún var, hafi verið stórt stökk, pólitískt, það var ckki máttur í bili til þess að ganga öllu lengra. Ef litið er til baka má sjá, að um sumt fór hún ffam úr því sem var eiginlega pólitískt mögulegt. Takið eftir því, að vextimir eru hækkaðir um 4 prósent í bytjun Viðreisnar og svo er helmingurinn af því tekinn til baka innan eins árs og vöxtunum eftir það haldið óbreyttum. Það var ekkert verið að tala um að hafa vextina ffjálsa og þó er verðbólgan ekki komin á hátt stig. Þá hefði verið hægt að beita vöxtum án verðtryggingar. Verðlagseftirlit og Samkeppnisstofnun JH: Viðreisnarstjómin reynir að koma á verðlagsffelsi undir lokin. Hún fær sérfræðing ffá Danmörku, yfirmanninn hjá Monopoltilsynet í Danmörku, sem gerir ágætis tillögur. Þær vom komið í ffumvarpsform og Gylfi taldi að þær hefðu verið samþykktar í rikisstjóminni. Eggert Þorsteinsson sem sat í ríkisstjóminni greiðir svo atkvæði gegn þessu á þinginu, og kom öðrum ráðhermm í opna skjöldu. JS: Reyndarhefúr Gylfi sagt ffáþví sjálfúr, að i raun og vemhafiþeir Bjami Benediktsson og hartn búist við því að „Sambandsparturinn“ af ffamsókn myndi styðja ffumvarpið. En stjómarandstaðan gat ekki látið svo gott tækifæri úr greipum sér ganga til að gera ríkisstjóminni óleik og sýna fram á sjaldgæft sundurþykki innan hennar, og felldi því finmvarpið. Útflutningsuppbœtur búsafurða ÓH: Viðreisnin hafði naumanþingmeirihluta. Þýddiþað ekki að það varð að leyfa Ingólfi á Hellu að leika lausum hala og reka I rauninni harðariframsóknarpólitík en framsókn gerði sjálf? JS: Það var nú líka þessi mikli misskilningur sem virðist hafa verið innan stjómarinnar á því hvað væri hámarkið á útflutningsbætumar, hvort það væri reiknað hlutfall af landbúnaðarffamleiðslunni allri eða bara af útflutningnum. ÓH: Já, þessi tíu prósent? JH: Já, mér er það mjög minnisstætt. Það var enginn vafi á því að ráðherramir vom allir sammála um það, nema Ingólfúr, að það sem þeir höfðu samþykkt var, að þetta væri prósenta af útflutningi landbúnaðarafurða sem var mjög lítill á þessum tíma. Þá var ekkert bókað á ríkisstjómarfúndum. Svo kemur málið fýrir þingið. Vaxtafrelsi komst á þegar Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra er í Los Angeles á Ólympíuleikunum, þegar Halláór Ásgrímsson ber þetta fram í ríkisstjórninni. 28 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.