Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 23

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 23
Evran Stjórnun almennt er líka sígilt viDfangsefni Evran var aðalviðfangsefni í fjölmörguni greinum og greinilega komin á dagskrá viðskipta- og hagfræðinga þó að stjórnmálamenn láti bíða eftir sér. Því er skatturinn fyrir skuldsett heimili að nota krónuna 40 til 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta eru sláandi tölur og gleymast æði oft þegar verið er að bera lífskjör hér á landi saman við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þegar á Islendinga hallar er sökudólgurinn ekki bara gráðugir heildsalar og kaupmenn á fákeppnismarkaði heldur líka okkar ástsæla króna. Það er dýrt að vera fátœkur. 5. tbl. 9.febrúar. Það hafði víðtæk áhrif, þegar krónunni var kastað í langtímasamningum og tekinn þar upp annar gjaldmiðill, verðtryggð króna. Fyrirtæki, sem lifað höfðu af ódýru lánsfé, hættu rekstri, og var Samband islenskra samvinnufélaga frægast þeirra. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Evra, dalur, króna - eða krónur? 10. tbi. 16. mars 2007. Hvemig standa stjómmálamenn sig Allir sem þekkja til stjómunar vita að mikilvægasti eiginleiki góðs stjómanda er að geta tekið ákvarðanir. Sá sem tekur enga ákvörðun er miklu lakari stjómandi en s'sem tekur ranga ákvörðun öðm hvom. Ráðgjafinn. 31. tbl. 17. ágúst Sjaldgæft er að fyrirtæki séu rekin af fjöldamorðingjum þó að þjóðir leiði slíka menn ótrúlega oft til forystu. Hins vegar er hægt að sjá ákveðna samsvörun þegar litið er á fyrirtæki i kreppu annars vegar og sókn hins vegar. í kreppu þarf ótvírætt mann sem er fljótur að taka ákvarðanir og er óhræddur við að gera óvinsæla hluti. Leiðtoginn. 34. tbl. 7. september. „Að vaxa eða deyja“ hefur allt of oft verið notað til þess að skapa þörf fyrir að flýta sér eins og kostur er, þegar betra væri að flýta sér hægt. Hugsanlega er klúðrið með mál Orkuveitunnar þegar orðið klassískt dæmi um þetta. Eyþór Ivar Jónsson, Að vaxa eða deyja, 43. tbi. 9. nóvember. Og loks þetta... Vísbending fór yfir frammistöðu kjörinna fulltrúa, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Garðabær var efstur sveitarfélaga í einkunnagjöf sem byggðist á fjárhagslegum styrk og stöðugleika sveitarfélaga. I næstu sætum komu Seltjamames (rétt neðan við Garðabæ) og Kópavogur. Neðst lentu Norðurþing og Fjarðabyggð. Fjármál sveitarfélaga. 3. tbl. ló.janúar. Eftirliti í Öskjuhlíð hefur verið hætt utan venjulegs skrifstofutíma til þess að draga úr kostnaði við rekstur. Því em menn beðnir að hittast þar einungis á bilinu níu til fimm (helst ekki í hádeginu eða kafifitímum). Frá Samkeppniseftiriiti, 44. tbl. 16. nóvember Ríkisstjómin reyndist hafa staðið við 16 loforð úr stefhuyfirlýsingu sinni en hvikað frá sjö. Flest loforðin sem ekki vom efnd vom um mál sem em til óþurftar. I yfirliti um árangur fimm síðust ríkisstjóma virtist árangurinn aðeins hafa verið betri árin 1995-1999. Hvernig hefur ríkisstjórnin staðið sig? 14. tbl. 20. apríl. Greinarhöfundar voru líka ósparir á ráð til stjórnmálamanna. Ólíklegt er að stjórnmálamenn gefi staðbundnar lausnir alveg upp á bátinn. Þeim verður beitt áfram og þær munu áfram auka á vanda annarra byggðarlaga sem kalla síðan á sérlausnir fyrir sig. Sigurður Jóhannesson, Miklu munar á hagvexti eftir landshlutum. 15. tbl. 27. april I heilbrigðismálum er aukinn hlutur einkaframtaksins boðaður. Þessu ber að fagna enda leyna sér ekki vandamál ríkisrekstrar án samkeppni og markaðssjónarmiða. Olafur Isieifsson, Viðfangsefni Þingvallastjórnarinnar. 21. tbl. 8.júní. Við lækkun skatta breytist margt í hagkerfinu. Algengt er að stjómmálamenn falli í þá gryfju að halda að lægri skattprósenta skili lægri skatttekjum. Þvert á móti skilar lægri prósenta hærri tekjum. Þetta hefur sannað sig á Islandi. Friðbjöm Orri Ketilsson, Fjármagnið kýs með fótunum. 24. tbi. 29.júni. VÍSBENDING I 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.