Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 20

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 20
Hvað kostuðu verðbólguáratugirnir? ------- ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINGUR - Asgeir Jónsson. Mynd: Geir Ólafsson. Áttundi og níundi áratugur tuttugustu aldar skera sig verulega úr í íslenskri hagsögu vegna langvarandi þenslu og ofhitnunar hagkerfisins. Þetta sést glöggt af því að atvinnuleysi hélst neðan 1% nær allt tímabilið og verðbólga var á bilinu 10-80%. Þetta voru því ár verklegra ffamfara og mikilla fjárfestinga, en jafhffamt ár veikrar hagstjómar enda vom vextir vom njörvaðir niður af stjómvöldum. Hin langvarandi þensla tók loks enda og hafði afdrifarík eftirköst því effir að þorskveiðamar bmgðust árið 1988 hófst lengsta niðursveifla í nútíma hagsögu landsins og stóð allt til ársins 1994. Á þessum sjö dapurlegu ámm var íslenskt efnahagslíf endurskipulagt frá gmnni og úr ösku verðbólgubálsins reis síðan nýtt ísland sem nú kennir sig við útrás, markaðsffelsi og samkeppnishæfhi. Það má því að segja að landsmönnum hafi verið hegnt fyrir þensluna og óráðsíuna með hagvaxtarstoppi í sjö ár. Á móti kemur þó að stoppið skapaði forsendur fyrir ýmsum efhahagsumbótum - einkavæðingu og markaðsffelsi - sem ella hefði verið mjög erfitt að hrinda í ffamkvæmd. Má því ekki álykta að landsmenn hafi því að vinna upp það sem tapaðist í efhahagslegri skilvirkni á verðbólguámnum með aukinni hagkvæmni eftir 1995? Þannig að árin sjö í niðursveiflu hafi verið það sem á latínu kallast malum neccessarium - nauðsynleg þrautaganga eða hreinsun til þess að settu markmiði. Hér verða færð rök fyrir því að þótt efhahagsumbætumar hafi vitaskuld verið góðar og gildar og vel niðursveiflu virði - þá er kostnaðurinn vegna verðbólguáranna varanlegur og nemur nú um 7-10% af landsffamleiðslu eða um 100 milljörðum á ári. Þetta er kostnaður er skapaðist vegna rangfjárfestinga (e. misallocation of capital) þegar íjármagni var beint í óhagkvæma farvegi á tímum fjármagnsskömmtunar og neikvæðra raunvaxta á verðbólguáratugunum. Því þurfti að afskrifa stóran hluta af fjármagnsstofhi landsins í niðursveiflunni 1988-1994 svo hægt væri að hefja nýtt hagvaxtarskeið. Veröbólguþokan Enginn þarf að velkjast í vafa um verðbólga er slæm fyrir hagvöxt og nýtingu fjánnagns. Henni er oft líkt við þoku sem leggst yfir markaðina og truflar starfsemi þeirra þar sem ckki er lengur hægt bera saman verð á milli tímabila og allar nafnstærðir komast á fleygiferð. Af þeim sökum dregur mikil verðbólga úr hagvexti þegar til lengri tíma er litið - einkum ef hún er viðvarandi. Áhrif verðbólgunnar hérlendis á árunum 1970-1989 vom þó mun víðtækari en nemur slíkum þokublæstri þar sem á sama tíma vom höft á fjármagnsmarkaði - vaxtaþak á útlánum, hömlur á erlendum 20 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.