Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 13

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 13
í Mandal til liðs við sig við stofnun nýs síldveiðifélags. Félagið fékk nafnið Mandals Fiskeriselskab og var frá upphafi öflugt, þar sem hlutafé þess var 100.000 krónur. Framkvæmdastjórar voru ráðnir þeir Jacobsen og Carl Lund. Undir dönsku flaggi Ljóst er að forráðamenn hins nýstofhaða félags gerðu sér grein fyrir því að þeir gátu ekki siglt til Islands og hafið þar síldveiðar eins og ekkert væri. Þeir urðu að standa löglega að sínu. Hinn 7. mars 1868 sendu þeir bréf til íslenskra yftrvalda með þremur spumingum og óskuðu svara við þeim. Spumingamar vom: 1) hvort útlend skip þurfi, til þess að verða dönsk eign, að útvega sér fýrir fram þjóðemis-skýrteini í Danmörku, eða hvort það fáist á Islandi; 2) hvort norskt skip megi, er það hefír keypt íslenskt leiðarbréf þar sem þau fást á Islandi, sigla þaðan með farm sinn, tunnur og salt og áhöld til fiskiveiða og atferma annarstaðar, þar sem saltbúðimar séu reistar, eða yfír höfúð að tala hvar svo sem menn vilja afferma, og hvort það skip megi ferma fískinn verkaðan ffá saltbúðunum; og 3) hvort annars nokkuð muni vera því til fyrirstöðu, að félagið reki iðn sína á þann hátt, sem að ffaman er vikið. Félagið fékk svör við fyrirspumum sínum og var vísað til þess að stjómvöld hefðu leitað til aðalskattastjómarinnar um málefnið og væm svörin þessi: Um 1. spumingu: Ráðstafanir þær, sem með þarf til þess að veita útlendu skipi danskan þj óðemisrétt, má gj öra allt eins vel á Islandi og í Danmörku, en að öðm leyti hefir aðalskattastjómin, sem hefir á hendi úrslit slíkra málefna tekið fram, að ef að hlutafélagið ekki verði álitið eiga heima á Islandi, þá verði það ekki leyft samkvæmt ákvörðunum þeim, er áður giltu um þetta efiii í konungsríkinu og enn gilda um það á íslandi, að skip þau, sem félagið á, megi sigla með dönsku flaggi, og að það í öllu falli mundi koma í bága við ákvarðanir þær, sem settar em fyrir konungsríkið í skrásetningarlögum 13. marsmán. þ.á. 1. grein, en þessi ákvörðun verður einnig gild á Islandi, undir eins og búið er að lögleiða skrásetningarlögin á Islandi, eins og gjört er ráð fyrir í 30. grein; Um 2. spumingu: Það er ekkert því til fyrirstöðu, þegar útlent skip er búið að kaupa íslenskt leiðarbréf, að það þá komi með farm sinn við á löggiltum verslunarstöðum á Islandi, leggi hann upp og taki annan farm, en aptur á móti er ekki nein almenn heimild í íslenzkum Iögum til að sigla upp aðrar hafhir á íslandi en hin löggiltu kauptún, til þess að bera þar vöm upp eða út, smbr. opið bréf 19. maímán. 1854, er fylgir hér með; Um 3. spumingu: Stjómardeildin fær ekki séð að neitt sé að öðm leyti því til fyrirstöðu, að fiskiveiðafélagið hagi sér í téðu efiti á þann hátt, sem það hefur vikið á. Norðmenn koma sér upp aðstöðu Eftir að þetta bréf lá fyrir var ekki eftir neinu að bíða og strax sama sumarið og félagið var stofnað (1868) sendi það þijú skip til Islands: Capellu, Draupner og Peter Roed. I Mandal vom skipin hlaðin húsavið, tunnum, salti og öðm því sem þurfti til byggingar og rekstrar söltunarstöðvar, en síðan héldu þau til Haugasunds. Þar útvegaði félagið sér veiðarfæri, tvö fullkomin nótalög og það sem mest var um vert, þjálfaða síldveiðimenn, söltunarfólk og beykja. Síðan héldu skipin til Islands og inn á Eyjafjörð. Þar lágu þau á firðinum og Siglufjörður Höfúðstöðvar síldveiða fyrirNorðurlandi vom á Siglufirði. Snorri Pálsson gekkst fyrir stofnun síldveiðifélags árið 1880. Þetta félag fór vel af stað en harðindaárin sem fóm í hönd urðu því að falli. Tuttugu ámm síðar hófst söltun á ný og hélt áfram fram eftir 20. öldinni. Þegar árið 1883 benti Ami Thorsteinson á kosti Sigiufjarðar sem síldveiðimiðstöðvar.88 Kostir Siglufjarðar sem miðstöðvar síldveiða fyrir Norðurlandi em ótvíræðir. Fyrst má nefha að fyrri helming aldarinnar var aðalveiðisvæðið í skaplegri fjarlægð frá Siglufirði og hann mjög miðsvæðis, hafharskilyrði em hin ákjósanlegustu frá náttúmnnar hendi. Fjörðurinn er skjólgóður, umlukinn háum fjöllum og Siglunes og Hellan hindra að hafaldan komi inn óbrotin í norðan- og austanátt. En rétt eins og aðrir staðir hafði Siglufjörður sína ókosti. Eyrin var í upphafi heldur lág yfir sjávannál og því nokkur hætta á sjávarflóóum ef saman fóm norðanhvellur, stórstreymi og lágur loftþrýstingur. Hið góða skjól sem fjöllin gefa getur leitt til þess að þama myndist hitapollur og erfítt er að veija saltsíld skemmdum. Loks má nefna að snjóalög í fjöllum leiða oft til verulegrar snjóflóðahættu. Allt þetta olli Siglfirðingum miklum hremmingum á 19. öld. Einnig var einangmn fjarðarins mönnum til mikils ama langt fram eftir öldinni. Eftir að söltun Snorra Pálssonar um 1880 var öll sást ekki síld á Siglufírði svo vitað sé fyrr en eftir aldamótin 1900. Fljótlega eftir að Norðmenn hófu reknetaveiðar úti fyrir Norðurlandi fóm þeir að venja komur sínar inn á fjörðinn og fengu stundum fólk úr landi unt borð í veiðiskipin til aðstoðar við söltun. Þetta var þó ekki algengt og fjarri lagi að hægt sé að tala um atvinnuveg í því sambandi. Ævintýrið Þetta hófst allt 8. júlí 1903 þegar fyrsta hafsíldin var söltuð á Siglufirði úr norska skipinu Marsley undir stjóm Ole Myrset. Skipið var í eigu Hans Söbstad ffá Kristjánssundi á Mæri. Hann var enginn nýgræðingur á þessu sviði, var fyrrrverandi skipstjóri og hafði stundað veiðar inni á Eyjafirði áður en hann kom til Siglufjarðar. Þormóðseyri er því sem næst femingur að lögun og lóðir undir síldarplön mjög misgóðar. A norðurhlið eyrarinnar er önugt vegna ókyrrðar, á suðurhlið var bryggjugerð erfið vegna þess hve þar er aðgmnnt. Austurhliðin var vænlegust, þar var þokkalegt aðdýpi og sjór kyrr. Það var því að vonum að fyrstu Norðmennimir hösluðu sér völl á austanverðri eyrinni. Þegar árið 1903 vom gerðir tveir lóðarsamningar, samningur Söbstads og samningur sem Bendik Mannes gerði um lóð nokkuð sunnar á ströndinni. Og nú hófst það sem sumir Norðmenn kölluðu „Sildfeber“. A rúmum áratug vom lóðir teknar á leigu nánast hvarvetna þar sem byggja mátti plan með skaplegum hætti. Norðmenn náðu hér nokkm forskoti og það var ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyijöldina sem Islendingar tóku hér afgerandi forystu. Jafhffamt fjölgaði íbúum hraöar en dæmi em um annarsstaðar á landinu og urðu um 3.100 þegar flest var, en fækkaði síðan hratt aftur um miðja öld. Segja má að þrír bæir, Siglufjörður, Raufarhöfn og Seyðisfjörður hafi byggt tilveru sína nánast eingöngu á síldarvinnslu á einhveiju skeiði 20. aldarinnar. Siglufjörður ber þó af, þar urðu íbúamir langflestir, umsvifin mest og stóðu lengst. Hér vom höfúðstöðvamar og að því leyti sem veiðar og vinnsla lutu einhverri miðstjóm var hana að finna hér. VÍSBENDING I 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.