Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 12
„Með mínum eigin augum“,
sagði Anselmo.
Róbert kallaði á ungan pilt,
Andrés að nafni. „Hlustaðu vel
á mig“, sagði hann. „Eg þarf að
biðja þig um að komast í gegn
um víglínuna. Farðu til Golz hers-
höfðingja. Segðu honum það sem
hér er að gerast. Heyrirðu það?“
Hann skrifaði bréf með, vit-
andi að þetta var tilgangslaust.
Hann stóð upp í eirðarleysi:
„Eg ætla út“, sagði hann. „Eg
sé ykkur í fyrramálið".
MARlA beið eftir honum hjá
svefnpoka hans úti á berangri.
„Heldurðu að þetta fari illa ?“
spurði hún. „Segðu mér satt.
Þetta er síðasta kvöldið, sem við
eigum) saman“.
„Kjáninn minn. ...“, sagði hann
hlýlega.
Hann tók um höfuð hennar
með báðum höndum og beygði
sig yfir hana.
„Elskarðu mig?“ spurði hún.
„Eg elska þig“ sagði hann al-
vörugefinn.
„Heitt?“
„Af öllu hjarta“.
Hún lagðist upp í handarkrika
hans og þau horfðu bæði upp til
stjamanna.
„Hvernig verður það seinna?“
„Seinna?“
„Eftir stríðið“.
„Við förum til Ameríku", sagði
hann.
„Ætlarðu að taka mig með?“
spurði hún.
„Þú verður konan mín“, sagði
hann blíðlega.
„Hvemig verður það í Amer ■
íku?“
„0“, sagði hann, „Það verður
yndislegt".
„Og verð ég með sítt hár?“
„Ef þú villt“.
„Og verð ég falleg?“
„Þú ert alltaf falleg?“
„Mig langar til að vera falleg
í þínum augum“.
Hann beygði sig yfir hana, svo
að skuggi andlits hans féll yfir
augu hennar, og það var ekkert
í heiminum sýnilegt nema línur
vara hennar og ekkert í heimán-
um heyranlegt nema raddhreim-
ur hans er hann sagði aftur og
aftur: „Yndið mitt, elsku hjart-
ÞAU VÖKNUÐU þegar myrkt
var, áður en bjarmi afturelding-
arinnar sást á himninum. Pilar
var þegar komin á kreik, og lág-
vær kliður radda heyrðist frá
hestagerðinu. Það var lítið orðið
eftir af snjónum á jörðinni og
veðrið var gott. Hann heyrði
rödd Pablos: „Ertu vakandi?“
Hann stóð upp.
Pablo beið órólegur. „Heyrðu",
sagði hann. „Eg er kominn aft-
ur“.
„Varstu í burtu ?“
Pilar sagði: „Hann hljóp í
burtu í gærkvöldi, eins og hund-
ur með lafandi rófu“.
„Eg viðurkenni það“, sagði
10
HEIMILISRITIÐ