Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 18
ómerkilega klámmúsík, eins og að telja Tunglskinssónötu Beet- Nhovens úrelt og hundleiðinlegt tónverk. ÞAÐ VÆRI hin mesta bábilja að ætla að berja höfðinu við steininn og heimta af fólki, að það eyði frístundum sínum einungis til að iðka nytsöm störf eða göfgandi listir. Þeir sem slíks krefjast gera það vafalaust í góðum til- gangi, en þröngsýnin ber þá of- urliði. Ef aldarandinn er annar en þessir postular halda eða vilja að hann sé, þá er erfitt fyrir þá að spyrna gegn broddunum. Og þumb- araskapur eða jafnvel þvinganir gegn áhugamálum) uppvaxandi kynslóðir eru ekki líklegar til sigurs í frjálsu nútímaþjóðfélagi. heldur oft á tíðum vísasti vegur- inn til þess að hafa neikvæð áhrif á þau, án þess að þau missi fylgi. Hvers vegna hafa menn t.d. hætt við áfengisbönn? Vegna þess að almenningur vill láta „vínið and- ann hressa“, og á meðan sá vilji er fyrir hendi hafa þjösnalegar þvinganir í aðra átt skaðlegt gildi. Og hvers vegna sinna menn ekki nytsömum störfum, í stað þess að sitja yfir spilamennsku? Vegna þess að maðurinn lifir ekki á brauði einu' saman. Ef mann þyrstir, drekkur hann heldur argasta skólp en að deyja úr þorsta. Ef menn eru sólgnir í fréttir eða upplýsingar um ein- hver ákveðin efni, en hafa ónógar heimildir, spinnast oftast upp allskonar missagnir og furðu- fregnir um viðkomandi málefni, og er þá sízt mdnna um það talað, en ef fullkomnar upplýsingar hefðu legið fyrir. Hér á landi hefur hlutfallslega miklu minna verið birt á prenti um ýmisleg létt efni, sem hugstæð eru fjöldanum, heldur en gert hefur verið í menntuðustu ná- grannalöndum okkar. Má þar nefna kvikmyndafréttir, fróðleik um dans og jass, upplýsingar um einkalíf mikið umtalaðra manna, fregnir úr skemmtanalífinu o. s. frv. Hvort þetta ber vott um, að hér á landi hafi fólk verið upp úr slíku vaxið og engan áhuga haft á þvílíkum málum, skal mjcg dregið í efa. Hitt er víst, að nú um tíma og í náinni framtíð, hafa þessi mál verið, og munu verða, ofarlega á baugi hjá stórum hluta þjóðarinnar. Jafnframt því sem horfst er í augu við þessar staðreyndir, vaknar skilningur á því, að allt laumuspil og tregða, á hvaða sviði sem er, verður aldrei til farsæld- ar í menntuðu, lýðfrjálsu þjóð- félagi. Staðgóðar upplýsingar og fréttir, byggðar á skilningi og vilja til að færa allt á betri veg, liljóta alltaf að verða happa- drýgri. FÁUM DYLST, að skemmtana- lífi íslendinga er að ýmsu leyti mjög ábótavant, enda hafa dag- blöðin réttilega bent á það. Eink- 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.