Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 29
fengið það fyrir aðeins 900 sterl-
ingspund".
Oates kreisti heyrnatólið í greip
sér og starði út í loftið með hita-
sóttargljáa á augunum. Hann var
eins og veiðihundur, sem hefur
komist á spor freistandi fórnar-
■dýrs.
„Hvar er það?“ hrópaði hann
„Hvenær get ég fengið að sjá
það? Getið þér komið með það?
Hafið þér það hjá yður? Hvar
er það?“
„Því miður eru svolitlir erfið-
leikar við ^.ð ná í það“, sagði Símon
Templar í afsökunartón. „Eigand-
inn er nefnilega ákaflega tor-
trygginn. Hann vill ekki einu sinni
taka það út úr peningaskápnum
sínum, fyrr en andvirði þess ligg-
ur á borðinu. Hann kveðst vilja
hafa seðlana í höndunum áður en
hann sleppir frímerkinu. Hann er
ekki alveg með réttu ráði, aum-
ingja maðurinn. Hann heldur
víst, að ég brenni það með síga-
rettuglóð, ef ég fæ það lánað hjá
honum. .. .“.
Oates réði sér varla. Eftirvænt-
ingin ætlaði að bera hann ofurliði.
„Já, en hvar á hann heima? Eg
skal möndla hann. Eg fer tii
hans og rabba við hann. Hvað
heitir hann? Hvar býr hann?“
„Hann heitir dr. Jethero", svar-
aði Símon Templar. „Hann á
heima á Matiockvegi 105. Eg
býst við að hann sé þar núna og
þér getið hitt hann þar ;— ef þér
farið þangað undir eins. Eg er ný-
kominn frá honum, og þá gat
hann þess að hann þyrfti að fara
eitthvað út eftir dálítinn tíma“.
„Jethero — 105 — já, allt í
lagi“, sagði Oates og skrifaði sér
til minnis.
„Já — vel á minnst", sagði
Símon Templar. „Eg sagði yður
að hann væri dálítið bilaður, eða
eigum við að segja sérvitur. Hann
er alltaf á nálum út af að einhver
ráðist inn til sín og ræni frímerkj-
um frá sér. Þér þurfið þess vegna
að hafa eitthvað leynilegt merki,
sem sannar hver þér eruð“.
„Merki?“ endurtók Oates.
„Já — einhverja setningu ....
Við komum okkur saman um að
þér þættust vera Nero. Þér segið
við hann: Eg er Nero, sem spilaði
á fiðlu á meðan Rómaborg brenn-
ur. — Skrifið þér þessa setningu
hjá yður“.
„Já, já, það er ekki langrar
stundar verk. Allt í lagi. Talið
þér við mig á morgun, þá skulið
þér fá það sem yður ber“.
Þeir kvöddust og Oates þaut
upp af stólnum með ofsafengnum
ákafa. Blaðinu með heimilisfangi
frímerkjasalans, tróð hann í vas-
ann ásamt, nokkrum þúsundum í
seðlum og óð út úr skrifstofunni.
HONUM FANNST bíllinn vera
heila eilífð á leiðinni heim til
Jethero. Þegar bílstjórinn var loks
kominn þangað, kastaði hann
pundseðli til hans og stökk út úr
bílnum óður af eftirvæntingu.
Hann virti húsið naumast viðlits,
en sá hinsvegar um leið og hann
HEIMILISRITIÐ
27