Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 6
þess að bjarga því sem eftir var af lestinni. „Eru engir fleiri?“ spurði Ró- bert Jordan. „Tveir kvenmenn", sagði Anselmo. „Kvenmenn?" „Já, Pilar, kona Pablos. Skass en hugrökk. Alveg einstök kona“„ „Og hin?“ „Ung stúlka“. Það þurfti ekki að spyrja nán- ar um hana, því að í sama bili kom hún út úr hellismunnanum, með matarílát í hendinni. Þegar Róbert leit á hana hugsaði hann skyndilega og óviðráðanlega: Hún er falleg. Þetta var einföld hugsun, en hann mundi um leið, að hann hafði aldrei hugsað á þennan hátt um nokkra stúlku fyrr. Þær voru fríðar og skemti- legar, gott að horfa á þær og snerta þær. En þessi stúlka var öðruvísi en allar hinar, há og brún og hreyfingar hennar höfðu hinn uppgerðarlausa virðuleik ung§ fola. Hár hennar var klippt upp við hnakkann. En hún var falleg engu að síður. „Hvað ertu kölluð?" spurði hann hana. „María“. „Eg er kallaður Róberto", sagði hann. Hún brosti til hans. Hann tók allt í einu eftir því að þau voru ekki ein. Þegar hann leit í kring- um sig sá hann að hinir voru brosandi, nema Pablo, sem starði á þau með gremjusvip. Pablo sneri sér undan og rölti í burtu. Róbert mundi þá eftir því, að á Spáni voru tvær grundvallarregl- ur, sem bezt var að fara eftir: Gefðu karlmönnunum tóbak og láttu kvenfálkið eiga sig. „Kona hvers ert þú?“ spurðl hann höstum rómá. „Pablos?“ „Pablos?“ sagði hún og hló aft- ur. „Einhvers hinná1, þá?“ „Nei, einskis“, sagði hún. Hún. horfði á hann háðslega. „Ekki einu sinni þín“. „Gott“, sagði hann. „Eg hef engan tíma til þess að hugsa um kvenfólk". Sígauninn, Rafael, hló í myrkr- inu: „Ekki einu sinni í kortér vinur minn? Máttu ekki einu sinni vera að því að hugsa um kvenfólk í 15 mínútur ?“ Hann horfði ekki af henni fyrr en hún hvarf inn í hellinn. Hon- um fannst tungan loða við göm- inn og kverkamar vera þurrar. Andartak var hann kominn að því að rísa upp og fara á eftir henni en þá minntist hann Golz, þar sem hann sat áhyggjufullur yfir landakortum sínum í Madrid. „VIÐ ÞURFUM á aðstoð fleiri manna að halda við brúna“, sagði hann. „Eru nokkrir fleiri hópar skæruliða hérna í fjöllun- um?“ „Já, menn E1 Sordos“, sagði Anselmo. „Heldurðu að þeir hjálpi okk- ur ?“ 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.