Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 21
ir og mótblástur. En hann verður
hvorki brotinn á bak aftur né
þagður í hel. Sé slíkt reynt til
lengdar getur það leitt til ófarn-
'aðar.
Hinsvegar er nauðsyn, þar sem
jassinn hefur fest rætur, að
stuðla að því, að hann — eins og
raunar skemmtanalífið í heild —
fái að njóta sannmælis og heil-
brigðs frjálsræðis, auk þess sem
hlúa þarfa að auknum skilningi
manna á kostum hans og göllum.
Sé þetta gert og jafnframt svipt
ofan af jassinum þeirra dular-
blæju, sem hvílt hefur yfir hon-
um, þarf enginn að óttast ósigur
þess sígilda.
D AUÐAVALSINN
Amerísh þjóðsaga
FYRIR mörgum árum, þegar
ekkert land fyrir vestan Missori
hafði enn verið numið, var setu-
liðsstöðin í Fort Union í New
Mexico, eini staðurinn á stóru
landflæmi, þar sem vart varð við
nokkur lífsþægindi siðaðra manna.
Ein af stúlkum þeim, sem þarna
bjuggu, mágkona eins af foringj-
um setuliðsins, ung og lífsglöð
stúlka, sótti mikið hina fáu
skemmtistaði og umgekkst her-
mennina meira en góðu hófi
gengdi. Hermönnunum leiddist, þá
langaði heim. Þarna var fátt um
dýrðir og samkeppnin varð hörð
þeirra á milli um blíðu hinna fáu
kvenna, sem voru á lausum kili
og þeim bauðst. Það var einkum
ungur liðsforingi sem varð fyrir
vali þessarar ónafngreindu stúlku,
og hann varð svo heillaður af
henni að hann vonaðist til að geta
eignast hana fyrir konu. Lífs-
reynsla hans var ekki meiri en svo,
að hann gat ekki greint á milli
alúðarkonunnar og gleðikonunnar.
Dag nokkurn kom hraðboði inn
í virkisstöðina með þær fréttir, að
Indíánarnir færu með ófriði á
hendur frumbyggjunum í næsta
héraði og skipun var gefin út um
að senda skyldi lið á vettvang
til þess að bæla niður uppreisnina.
Áðurnefndur liðsforingi var skip-
aður fyrirliði hersveitarinnar, sem
send var, en áður en hann lagði
af stað, játaði hann stúlkunni ást
sína. Stúlkan kvaðst ekki aðeins
bera sama hug í brjósti til hans,
heldur lofaði hún líka, að ef hann
léti lífið í viðureigninni við villi-
mennina skyldi hún aldrei ganga
að eiga annan. Þegar hann
HEIMILISRITIÐ
19