Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 31
Oates greip andann á lofti. „Nei nú er nóg komið. Eg er margbúin að segja yður að ég er Neró....“ En nú fannst honum virðingu sinni nóg boðið. Hann lét hattinn á höfuðið. „Ef þér eruð svona slæmur“, sagði hann „þá er bezt að við hættum við þetta. Þér afsakið, en ég er að verða of seinn á fund“. Hann stefndi á dyrnar, en Jethero gekk i veg fyrir hann. „Verið þér rólegur. Það vill yð- ur enginn illt, Neró minn“, sagði Jethero, en sá um leið æðisglamp- ann í augum hins og gaf aðstoð- armönnum sínumJ merki. Þeir réðust að honum aftan frá. Oates var gripinn ofsalegri hræðslu og gekk berserksgang, til þess að losa sig, en var eins og barn í höndum þessara æfðu handtökumanna. Áður en varði lá hann hjálparvana á gólfinu, og hann sá Dr. Jethero læðast að sér með lyfjadælu í hendinni. Enn lirópaði Oates: „Eg er Neró Hómabrennunnar“. En broddur lyfjadælunnar stakkst inn í hand- legg hans. DR. JETHERO gekk niður í herbergi sitt og hringdi í síma- númer, sem hann hafði skrifað hjá sér. „Er það Thompson?" „Já það er hann“. „Sælir, það er Jethero. Eg ætl- aði að láta yður vita, að frændi yðar er öruggur hjá okkur núna. Við þurftum að beita hann hörðu en nú er allt í lagi“. Simon Templar brosti ósjálf- rátt. Dr. Jethero hélt áfram: „Eg lét hann fá sefandi sprautu. Hann sefur í svipinn, en þegar hann vaknar verður hann kominn í örvitateyju. Annars er hann alveg óvenjulegur vitfirring- ur, einn af þeim fáu, sem mér finnst athyglisverður frá vísinda- legu sjónarmdði. Auk þess sem hann áleit sig vera Neró keisara talaði hann einhver ósköp um frímerki. Hafið þér orðið varir við það?“ „Nei“, svaraði Simon Templar. „En við getum. athugað það seinna Gætið þér þess, læknir, að hann sleppi ekki laus og hringið þér svo til mín á mánudaginn". Þeir kvöddust og „Hinn heilagi" leit sigri hrósandi til Patrikia Holm'. „Nú er vinur vor á vísum stað. Og ég ætla að leyfa mér að senda skeyti í tilefni af því!“ „Til hvers?“ spurði hún. Hann sýndi henni bréflappa, sem á var skrifað: „Ötrúlegar fréttir. Öyggjandi upplýsingar. Orðrómurinn um olíulindirnar er á rökum reistur. Seljið ekkert fyrr en ég segi. — Oates“. „Eg á kunningja í París, sem sér um að senda þetta símj- skeyti“, sagði Simon Templar. „Kasel og Milton fá sitt hvort skeytið í kvöld. Það er vissast að þeir fari sömu leið og Oates. HEIMILISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.