Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 27

Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 27
y Kosel strauk litaða yfirvara- skeggið. „Og við seljum á föstudags- morguninn“, sagði hann. Oates kinkaði kolli ákafur. „Já og meira en það“, sagði hann. „Við seljum helmingi fleiri hlutabref en við eigum. Á laugar- dag og sunnudag veður sagan komin út um allt England, og þegar kauphöllin verður opnuð á mánudaginn vilja hlutabréfaeig- endurnir borga fyrir að losna við bréfin sín. Við fáum laglegan skilding“. „En þetta er mikil áhætta“, sagði Milton alvarlegur. „Áhætta? Það er ég sem hef áhættuna“, sagði Oates. „Allt og sumt sem ykkur ber að gera er að dreifa sölunni, svo að enginn grunur vakni. En áhættan er eng- in. Eg hef notað Iskol áður og hann er sleipur. Eg er sjálfur stór hluthafi í Mið-Orient, svo að í augum almennings er ég einn af þeim, sem verð verst úti! Þið skuluð kaupa og selja, bara blanda mínu nafni ekkert inn í. En eitt verðið þið að muna: Hvernig sem allt fer, þá megið þið ekki selja fyrr en ég læt ykkur vita. Munið þið það! Eg er sá fyrsti, sem veit hvenær sannleikurinn kemur í ljós og við skulum ekkert selja fyrr en á síðasta augnabliki". Þeir rcbbuðu saman góðastund; svo fóru þeir í matsöluhús og snæddu morgunverð. OATES FÖR mjög snemma úr skrifstofunni þennan dag og lét. sig því litlu varða, hvað hin fagra skrifstofustúlka hans hafði fyrir stafni. En ef liann hefði getað veitt henni nánari athygli hefði hann ef til vill grunað hana um græsku — þótt hann væri að vísu ekki einn þeirra sem þekktu „Hinn heilaga" í sjón. Skrifstofustúlka hans fór nefni- lega beint frá skrifstofunni að Piccadilly Circus og hitti þar há- ann útitekinn karlmann, sem tók undir handlegg hennar og leiddi hana inn í kaffihús. „Það er bezt að við fáum okk- ur cocktail í dag“, sagði Símon Templar, þegar þau voru sezt. „Eg sé það á þér að þú hefur fréttir að færa og við skulum skála í tilefni af því. Hvernig hef- ur Oates það?“ Patrika Holm — sem hafði að vísu nefnt sig cðru nafni, þegar hún réði sig hjá Oates — dreypti á glasinu og sagði: „Þeir eru í þann veginn að byrja. Milton og Kosel töluðu lengi við Oates i morgun; ég hugsa að þeir hafi haldið áfram samræðunum yfir matnum, en ég heyrði nóg á meðan þeir voru á skrifstcfunni ?“ Hún skýrði honum frá, um hvað þeir höfðu rætt, og þegar hún hafði lokið máli sínu, var „Hinum heilaga" Ijóst hvemig málin stóðu. „Mundu eftir að taka hljóðnem- ann úr skrifstofunni hans“, sagði HEIMILISRITIÐ 25'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.