Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 61
Hann leit í augu hennar og kinkaði kolli. „Eg ætla að athuga hverju ég get áorkað. Bíddu héma“. Hann gekk fram í forstofuna. Veitingamaðurinn var að þrátta við Zenu. „En það er óðs manns æði, frök- en“, heyrði Martin hann segja. „Þér verðið að minnsta kosti að bíða þangað til það styttir upp. Það er sennilegt að við fréttum þá hvernig vegurinn er“. En hún hristi höfuðið. „Viljið þér sjá um að koma töskunum mínum út í bíl undir eins! Eg skal borga yður fyrir allt það ónæði sem þér hafið haft af mér“. Martin gekk til hennar og greip í handlegg hennar. „Þú mátt ekki fara“, sagði hann ákafur. „Okkur Önnu er alveg sama þótt þú sért hérna“. Hún hristi höfuðið, og ofurlítið bros lék unn hinar sterkrauðu var- ir hennar. „Ég hugsa að mér stæði ekki á sama ef einhver — segjum konan þín — kæmi í gistihúsið þar sem þú og ég værum að eyða hveiti- brauðsdögunum okkar, Martin", sagði hún blíðlega, og losaði var- lega tak hans á handlegg hennar. Hann leit út á vatnið, í bjarma eldinganna. Það var úfið og regn- ið streymdi niður. Eftir andartak sat Zena við stýrið og litli bíllinn öslaði af stað í myrkrinu, rokinu og rign- ingunni. Martin varð var við að Anna stóð við hlið hans. Hún var á- hyggjufull á svip. „Eg vona að ekkert komi fyr- ir“, muldraði hún. Hann tók utan um hana. „Já, en það er ekki okkar sök, ef illa fer“, sagði hann lágt. „Komdu, við skulum fara inn að borða. Eg er sársvangur". En á meðan þau sátu yfir borð- um var hann sífellt að líta út að glugganum. Og þótt hann hefði sagst vera svangur, hreyfði hann varla við matnum. Önnu varð þungt niðri fyrir. Gat það verið, þrátt fyrir allt, að Zena væri honum meira virði en hann vildi viðurkenna, að sá ástarhugur, sem hann hafði ’oorið til Zenu, væri enn við líði, jafn- vel meiri en nokkru sinni fyrr? SJÖTTI KAPÍTULI ÞEGAR ÞAU fóru út úr borð- stofunni, gekk Martin inn til veit- ingamannsins. „Veðrið er alltaf jafn vont, Mack?“ Maðurinn játti því órólegur. „Eg geri ráð fyrir að vegurinn sé þegar kominn í kaf“, sagði hann. „Því heldurðu það?“ spurði Martin. „Póstbíllinn og áætlunarbíl'ann, sem fara hér um klukkan átta, I hafa hvorugir komið, og þeir eru vanir að fara nákvæmlega eftir á- ætlun“. Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 59-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.