Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 51
En öðruvísi var upplitið á Hitl-
er klukkan tvö í morgun! Mér
hafði verið vamað að komast inn í
aðsetur foringjans allt kvöldið,
en loks gat ég troðist þar
inn, þegar hann var að fara. Það
kemdi aftur af honum, þegar liann
strikaði út í fylgd með Göring,
Ribbentrop, Göbbels, Hess og
Keitel með sigurvegarasvip.
Drembilætið leyndi sér ekki. Og
taugaveiklunarkippimir vom
horfnir! Mussolini hélt snemma
heimleiðis, hreykinn og hégóm-
legur eins og hani.
Chamberlain gerir sér nú auð-
sjáanlega ljóst, að honum er bú-
inn eilífur pólitískur dauði, en
hann reyndi í morgun, dálítið kæn-
lega, að klóra í bakkann. Þeir
hittust, Hitler og hann, áður en
þeir færu af stað, og sömidu sam-
eiginlega yfirlýsingu. Efnið var
þetta: „Við teljum, að sáttmáli sá,
sem undirritaður var í gærkvöldi,
og eins brezk- þýzki flotasamn-
ingurinn, séu tákn um vilja beggja
þjóða okkar til þess að herja
aldrei framar hvor á aðra“. Og í
niðurlagsgrein segir, að þeir muni
bera ráð sín saman um önnur
vandamál sem varði þessi tvö
ríki, og þeir séu' „ákveðnir að
halda áfram viðleitni sinni að upp
ræta hugsanleg misklíðarefni og
stuðla þannig að því að tryggja
frið í Evrópu.“
Nú heldur Chamberlain heim til
London, og í kvöld mun hann
standa á veggsvölunum í Down-
ingstreet 10 og grobba á þessa
leið: „Vinir mínir. Þetta er öðru
sinni í sögu vorri“, (skyldi lýður-
inn æpa: „Góði gamli Neville“, og
syngja: „For he is a jolly good
fellow", muna Disraeli og þingið
Berlín 1876 ?), „sem horfið er heim
í Dowingstræti 10 frá Þýzkalandi
með heiðarlegan frið. Eg trúi því
að friðurinn endist um okkar
daga“. Heiðarlegur friður! En
Tékkóslóvakía? Og Duff Coper
einn mun leggja niður ráðherra-
embætti sitt og segja: „Það var
ekki vegna Belgíu og Serbíu, seml
við börðumst 1914 — heldur —
til þess, að engu einu stórveldi
mætti haldast uppi að drottna
með ofbeldi yfir meginlandi Evr-
ópu í trássi við skráðar skuldbind
ingar, alþjóðalög og almennt sið-
gæði. — Undanfama daga hefur
forsætisráðherrann talað máli
mildrar sanngirni við Herr Hitier.
En ég hef litið svo á, að haun
skildi betur mál hinna knýttu
hnefa“... Aðeins Winston Cliur-
chill, hrópandinn á eyðimörkinni,
mun ávarpa brezka þingið á þessa
leið: „Við höfum beðið fullkominn
og gersamlegan ósigur - -. Við skul
uiu ekki gera okkur af blindingjum
Við megumi vænta þess, að öll rík-
in um miðja og austanverða Evr-
ópu reyni að sæta beztu kostum,
sem þau ná, af hinu sigursæla
nazistaveldi.... Þjóðarbrautin um
Dóná, leiðin til Svartahafs og
Tyrk'.ands, hefur verið rofin. Mér
virðist öll Mið-Evrópuríkin og
Dónaríkin muni bindast í hið vold-
uga stjómmálakerfi nazista og
HEIMILISRITIÐ
49