Heimilisritið - 01.11.1944, Page 48
Chamberlains, þegar hann kvaddi
Hitler, sem líka var brosandi og
alúðlegur. Samt eru Þjóðverjar
ákaflega þungbúnir, eins og þeir
séu alvarlega hræddir við ófrið-
inn, sem blasir nú við þeim. Þeir
eru áhyggjufullir, og þó sjúk-
lega æstir. í þann veginn sem ég
var að fara í útvarpið um kl. tvö
í nótt með hina opinberu tilkynn-
ingu og skýrslu mína um atburði
dagsins, komu þeir þjótandi,
Göbbels og Hadawosky, umsjón-
armaður nazista yfir útvarps-
stöðvum Þýskalands, og bönnuðu
okkur að flytja nokkuð í útvarpið
annað en hina obinberu til-
kynningu. Seinna gat ég gleypt
í mig matarbita í forsalnum í
Hótel Dreesen. Göbbels, Ribben-
trop, Göring, Keitel og fleiri ráf-
uðu þar um eirðarlausir og voru
ásýndum eins þeim hefði verið
gefið utan undir með blautum
sjóvettlingi. Eg furðaði mig nokk-
uð á þessu, því að þessi yfirvof-
andi styrjöld er afleiðing af
þeirra aðgerðum. í þessu bili frétt-
ist, að tékkneska stjórnin hafi
loksins fyrirskipað almenna lier-
væðingu.
Nú er klukkan fimmi að morgni.
Ætla að halla mér útaf héma
fram á borðið í bistofunni, því
að ég verð að komast til Kölnar
klukkan sex til þess að ná flug-
vélinni til Berlínar.
Berlín, 24. sept. 1938.
Hitler hefur krafist þess, að
Tékkar samþykki að láta Súdeta-
héruðin af hendi við Þjóðverja og
ekki síðar en laugardaginn 1.
október. Chamberlain hefur fall-
izt á að flytja stjóm Tékka þess-
ar kröfur. Sú kalda staðreynd, að
hann hefur, með öllum myndug-
leika þess manns, sem er póli-
tískur leiðtogi brezka heimsveldis-
ins, tekið þetta að sér er almennt
skilið svo hér og sjálfsagt alls
staðar, að Mr. Chamberlain styðji
kröfur Hitlers.
Þess vegna trúa allir því, sem
cg hef hitt að máli á götunum
í dag að friður haldst. Og hvað
haldið þið að sé þess vegna víg-
orðið í Berlín í kvöld? Það stend-
ur í kvöldblöðunum). Það er þeuta:
„Með Hitler og Chamberlain fyrir
friðinn“. Og Angriff bætir við:
„Hitler og Chamberlain vinna.
nótt með degi að því, að friður
haldist".
Öllu símasambandi við Prag er
slitið. Hamingjunni sé lof, að
tékkneska stuttbylgjustöðin var
komin upp.
Berlín, 26. sept. 1938.
Loksins hefur Hitler brennt síðT
ustu brýrnar að baki sér. Hann
lýsti því yfir í dag í Sportpalast
með ópum og argi, æstari en ég
hef nokkm sinni séð hann áður,
að hann heimtaði Súdetahéruðin
sín laugardaginn 1. okóber, og nú
er mánudagur. Ef Benes lætur
þau ekki af hendi við hann, þá
hefst styrjöldin á þeim sama degi.
Tvisvar öskraði Hitler, að þetta
væru áreiðanlega síðustu landa-
46
HEIMILISRITIÐ