Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 33
^mmmmmiimmmmmmmmmmimmmmmimiimmmiimmmmimmi
| Spurningar og svör
KURTEISI A
SKEMMTISTÖÐUM
Sp.: Geturðu sagt mér hvaða
reglur gilda um það, þegar kven-
maður og karlmaður fara út sam-
an, við hvora hlið mannsins,
stúlkan á að ganga og hvenær
hún á að ganga á undan, t. d. í
leikhúsi, hóteli o. s. frv.
H. Þ.
Sv.: Það þykir sjálfsögð kurt-
eisisskylda að stúlkan gangi við
hægri hlið karlmannsins, nema ef
hætta er á að hún stígi út af
gangstéttinni. — Stúlkan gengur
á eftir karlmanninum inn í veit-
ingasal en á undan honum frá borð.
inu út á dansgólfið. Hinsvegar
pantar maðurinn hjá þjóninum
fyrir bæði, eftir að hafa spurt
stúlkuna hvað hún vilji. — Stúlk-
an fer á undan inn í leigubíl, en
karlmaðurinn fer út úr bílnum
á undan henni og hjálpar henni
ef til vill út. — I kvikmyndahús-
um fer karlmaðurinn á undan,
til þess að leiðbeina stúlkunni
með sæti. Að myndinni lokinni
gengur hann á undan út fyrir
sætaröðina en ekki lengra.
ÓDYR RAÐLEGGING
Sp.: Eg er heiðgul á fingrunum
eftir tóbaksreykingar. Hvað á ég
að gera við því? A. S.
Sv.: Hættu að reykja.
\ AFRAM veginn
Sp.: Kæra Eva mín. Nú langar
mig til þess að biðja þig um að
gera mér stórgreiða. Geturðu ekki
birt fyrir mig (og ég hugsa marga
fleiri) textann við „Áfram veginn
í vagninum ek ég“. Lagið finnst
mér dásamlegt, en texta kann
ég engan við það.
S. S.
Sv.: Þetta var nú þyngri þraut-
in. Eftir mikla fyrirhöfn hefur
mér tekist að grafa upp tekstann,
en ég veit hvorki um það, hvort
hann er réttur né hver höfund-
urinn er. Svona fekk ég kvæðið í
hendur:
Áfram veginn í vagninum ek ég
gegnum vaxandi kvöldskugga
þröng,
ökubjöllunnar blíðróma kliður
hægan blandast við ekiisms söng.
Og það ljóð, sem hann ljúflega
syngtir,
lykur söknuð og harmdögg á brá
og það hjarta, sem hart var og
dofið,
slær nú hraðar af söknuði og þrá,
Og ég minnist frá æskunnar árum,
hversu ástin í hjarta mér brann,
þegar saman við sátum þar heima
og sól bak við háfjöllin rann.
Nú er söngurinn hljóður og
horfinn,
aðeins hljómur frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferða
leiðum,
þess er leitar að óminni og frið.
Eva Adanis.
HEIMILISRITIÐ
31