Heimilisritið - 01.11.1944, Blaðsíða 50
lítið traust á þýzku þjóðinni. Hún
er gersamlega frábitin styrjöld.
Tess lagði af stað í dag með
barnið, frá Cherbourg til Ameríku,
eins og ákveðið var fyrir mörgum
mánuðum.
Berlin, 28. september 1938
Það verður enginn ófriður!
Hitler hefur boðið Mussolini
Chamberlain og Daladier til fund-
ar við sig í Miinehen á morgun.
Þessir herramenn ætla að
hjálpa honum úr klípunni, og
hann fær Súdetahéruðin sín án
styrjaldar, aðeins nokkrumi dög-
um síðar en hann grobbaði af.
Það er eins og fargi sé létt af al-
þýðu manna, og ég ætla, að líkt sé
um höfðingjana í Wilhemstrasse
og Bendlerstrasse (hermálaráðu-
neytinu) Legg ef stað til Munchen
í kvöld, strax eftir útvarpsþátt-
inn minn.
Munchen, 30. september 1938
Þetta er allt komið í kring.
Hitler veit að lýðræðisríkin óttast
styrjöld og sparaði því ekki ógn-
anirnar. Klukkan hálf eitt eft-
ir miðnætti í gærkvöldi undir-
rituðu þeir Hitler, Mussolini,
Chamberlain og Daladier sáttmála
um að leggja Súdetahéruðin und-
undir Þýzkaland. Þjóðverjar byrja
að taka við þeim á morgun,
laugardaginn 1. október, og af-
hendingunni á að vera lokið 10.
október. Þannig hjálpa þessi tvö
„lýðræðisríki“ Hitler til þess að
standa við raupið í Sportspala-
strætinu, er hann sagðist skyldi fá
Súdetahéruðin 1. október Hann
fær allt, sem hann krafðist, þó að
hann verði að bíða í nokkra daga.
Bið hans bjargar friðmmn í
Evrópu og er það skrítin lýsing á
þessari sjúku og hrörnandi heims-
álfu.
Tékkum var aldrei boðið hingað
til viðtals, þó að til þess sé ætl-
azt, að þeir færi allar fómir,
sem krafizt er til þess að friður
haldist í Evrópu. Báðum fulltrú-
um þeirra, hinum gáfaða og heið-
arlega Tékka í Berlín, dr. Matvy,
og dr. Masaryk, starfsmanni í
utanríkismálaráðuneytinu, var
sagt klukkan hálf eitt í nótt, að
Tékkar yrðu að hlíta hinum settu
kostum, sagt það af Chamberlain
og Daladier en ekki Hitler! Okkur
var sagt að stjórnmálaöldungam-
ir, hefðu blátt áfram hlegið að
andmælum þeirra. Og Chamberlain
virtist einkar ánægður með sjálf ■
an sig, þegar hann hvarf heim) í
Hctel Regina Palace og var bú-
inn að skrifa undir, að vísu dálít-
ið syfjaður, þægilega syfjaður.
Daladier var aftur á móti alger-
lega bugaður að sjá og brotin nið-
ur. Frakkar segja að hann sé
hræddur við að koma til París, bú-
ist við að múgurinn ráðist að hon-
um með fjandskap. Vona að svo
verði, því að Frakkland hefur fórn-
að allri forystuaðstöðu sinni á
meginlandi Evrópu og glatað
meginstuðningi sínum í Austur-
Evrópu. Þetta hefur verið örlaga-
ríkur óhappadagur fyrir Frakka,
48
HEIMILISRITIÐ