Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 30

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 30
aði kringum £ 33.000.000. Hálfum gullforðanum var eytt. — í des- embermánuði voru ítalskar lírur seldar með 8% afföllum, og ekkert framundan að dómi fjármála- manna, en frekara gengisfall. Samt held ég ekki að Mussolini hafi lagt út í ófriðinn, aðeins af fjárhagslegum ástæðum. (Hann er enginn fjármálamaður frekar en Hitler). Hitt er sönnu nær, að hann hafi verið knúinn út í þetta af flokkslegum og þjóðernislegum á- stæðum. Mussolini lítur á frægðar- ljómann af landvinningunum ekki síður en fjárhagslegan hagnað. Og það má heldur ekki gleyma því, að þegar ítalir brutu þríveldasamn- inginn og fóru í heimsstyrjöldina bandamannamegin, var þeim lof- að meiru af herfanginu en efnt var. Utanríkispólitík Mussolinis hafði yfirleitt misheppnazt. Hann hafði erfitt verk að framkvæma og tvíþætt: Þótt ítalir væri í hópi sigurvegaranna, þá óskuðu þeir engu að síður endurskoðunar á friðarsamningunmn. Frakkar lok- uðu hann úti frá Túnis. Afskipta- semi hans af Albaníu kostaði mik- ið fé, og gaf lítið í aðra hönd. Fjórveldasamningur hans, sem var einskonar tilraun til að mynda „heilagt bandalag“ 20. aldarinnar, varð að engu. Iíann seildist til áhrifa í Austurríki og Ungverja- landi, en lét fyrir vináttu Þjóð- verja. Hann var alltaf skökku megin í Arabíu-skærunum. Hann reyndi að blása að glóðunum á Balkanskaganum, en það tókst ekki betur en svo; Júgóslavía, Rúmenía, Grikkland og Tyrkland hafa gert bandalag gegn honum. En í þessu ,efni kemur margt fleira til greina en stjórnmálaá- stæður. Eins og allir einræðismenn verður Mussolini alltaf að keppast við „að halda uppi heiðri sínum“. Hann varð að halda áfram að vinna afreksverk. Hann var per- sónulega hermaður og landvinn- ingamaður. Hann talaði um land- vinninga „sem hin eilífu og óbreyti- legu lífsins lög“. Mussolini er ákaflega greindur maður, og þegar hann yfirvegaði málið gaumgæfilega og hlutlaust, sá hann vel, að Abessiníustyrjöld- in myndi verða hæði hættulegt og vandasamt fyrirtæki. Það var löngu orðið að trúaratriði, í stjórn- málum Evrópu, að Ítalía hlyti allt- af að verða háð Bretlandi, vegna þess hvað erfitt væri um varnir á hinni löngu strandlínu, en floti Breta allsráðandi á Miðjarðarhafi. Mussolini gerði þessa trúarsetn- ingu að engu. Þessa getur persónu- leikinn, eða máske mikilmennsku- æðið, stundum megnað í stjórn- málum þjóðanna. Mussolini lét lýs- ingar jarðfræðinganna á gróðrinum í Abessiníu e^kert á sig fá. Hann vissi að aðaluppskeran var þar — frægðarljóminn. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.