Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 57
Hverju á hér við að bæta? Er
ég les það er ég hef skrifað virðist
mér ég hafi sagt frá svo ofur-
litlu af öllu því, sem á daga mína
hefur drifið.
En góður Guð sér um að menn
geti gleymt. Ég veit að fyrir þann
hæfileika eiga menn að vera þakk-
látir. Hefði ég munað alla viðburði
hörmungaáranna myndi ég ekki
hafa haldið lífinu eftir björgunina.
Ég vona ennþá að einhverjir ætt-
ingja minna séu á lífi. En ég veit
að þeh- elztu og yngstu eru dánir.
Ég man, að móðir mín fór einu
sinn í viku upp í kirkjugarðinn að
leiði ömmu. Ég fór oftast með
mömmu. í kirkjugarðinum ríkti
kyrrð og fegurð. Við vissum hvar
amma hvíldi. En faðir minn og
móðir, systkini og flestir ættingj-
ar mínir eru afmáðir. Enginn veit
hvar þeir hvíla. Þeir hvíla meðal
þúsunda er flej'gt var í samgraf-
irnar. Eftir dauðann eru þeir nafn-
lausir og lítilsvirtir.
— Heima í þorpinu mínu var
bílstjóri, sem var geðveikur. Geð-
veiki hans kom í ljós á þann hátt,
að hann veiddi dýr, svo sem mýs
fugla og ketti. Úr dýrunum kvaldi
hann svo lífið á níðingslegan hátt.
Maðurinn hafði lengi hagað sér
þannig áður en hann var látinn á
hæli. Okkur börnin hryllti við
þessum manni. Hann var í okkar
augum eins og eitnrslanga, og við
forðuðumst hann. En við gátum
ekki hatað .hann, vegna þess að
hann var ruglaður.
Ég álít að margir fangaverðir,
þeir er ég hef kynnst, séu líkir þess-
um bílstjóra. .Þeir unnu þó ennþá
meiri níðingsverk en hann. En þeir
hljóta að hafa verið geðveikir. Og
er hægt að ásaka menn fyrir það
þótt þeir séu veikir? — Líklega ekki
fremur en fyrir það. að fæðast með
svart hár og bogið nef. En það er
von um að lækna megi veikindi,
ef það er ekki hafist handa of seint.
Það er vegna þess, sem ég vil verða
læknir.
Ég vil hjálpa til þess að bjarga
mannslífum.
E N D I R
Ókunnar raddir
Taugalæknir var að rannsaka andlega líðan hermanns nokkurs. ..Heyrið
þér nokkurn tíma raddir, án þess að vita, hver talar eða hvaðan?“ spurði
hann.
„Já, st.undum“.
„Hvenær helzt?“
„Þegar ég svara í síma“.
HEIMILISRITIÐ
55