Heimilisritið - 01.09.1947, Side 60

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 60
neyddist ég til að biðja þig um að hjálpa mér úr vandræðunum? .. . Já, þetta eru sannarlega erfiðir tímar. „Heyrðu mig, Matilda. Eg hefði ekki minnst á þetta ef ég vissi ekki að þú hefur góð efni, og eng- an til að sjá fyrir . . . Já, ég býst við ég ætti að fara varlegar. Ekki legja svona mikið á hættu ... Já, það er rétt, ég er líklega ógæt- inn ... „Jæja, Mathilda frænka, viltu hjálpa mér úr kröggunum með því að lána mér tvö hundruð og fimm- tíu pund? ... Hvaða! Allt í lif- rentu? Hvenær var það? ... í síð- ustu viku? Ég skil! ... Nei, þá get- urðu ekkr lánað neitt. Já, ég skil ... Já, Matilda frænka. Ég er hræddur um þú iðrist þess, frænka. Vertu sæl“. Iíann hringdi upp sitt eigið skiptiborð. „Náið fyrir mig í herra Whimple yngri, Searchlight Film Studios, Mayberry Hill“, sagði hann við símastúlkuna . .. „Halló! Ert það þú, drengur minn?“ spurði hann. „ITvernig gengur? .. . Nú, er það? Iívað mik- ið? ... Við sjáum til. „Heyrðu mig, Horaee, þú manst ég sagði þér fyrir nokkrum mán- uðum, að verzlurin væri í krögg- um og ég þyrfti að komast yfir peninga? ... Vona að þú hafir ekki gert þér of miklar áhyggjur þess- vegna. Það er gott. „En heyrðu mig“, hélt hann á- fram. „Þú manst þessi hundrað pund, sem þú erfðir eftir Edwin frænda? Viltu lána mér þau?“ „Hvað? í síðustu viku? Allt saman! ... ITvaða skemmtiferð? Jæja, og þú vissir, að ég var í vand- ræðum ... Já, ég skil ... Allir strákarnir fóru. Skemmtilegt ferðalag, býst ég við. Já, ég skil . . . Ilræddur um þú iðrist þess, dreng- ur minn“. Enn fleira fólk hafði safnast saman í fremri skrifstofunni og það virtist vera ókurteist við ung- frú Gordon. Hann brosti hörku- lcga og hringdi enn einu sinni. „Johnson“, sagði hann við manninn, sem svaraði, „þetta er Whimple. Já, Whimple! Maður- inn, sem þú hefur keppt við í tíu ár — maðurinn, sem þú komst í kröggur með hinni slungnu verð- lækkun þinni. „Nei, lofaðu mér einu sinni að hafa orðið. Johnson. Það getur haft mikla þýðingu fyrir þig. Fyrir- tækið er að fara í hundana, og það er þér að kenna. Ilvort ég hef hug á að komast úr klipunni? Það er ýmislegt, sem ég þarf að koma í lag áður. Viltu lána mér tvö hundr- uð og fimmtíu pund svo ég geti sloppið frá þessu? . . . Nei? Þegar allt kemur til alls ert það þú, sem hefur komið mér í þetta klandur með viðskiptabrellum þínum! Ekki einu sinni t'il að losna við mig sem 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.