Heimilisritið - 01.01.1948, Side 6

Heimilisritið - 01.01.1948, Side 6
eiga heitmey í báti föður síns og hefði enga aðra í huga. Af þess- um sökum átti hin volduga fiskimannskona marga dapra stund og hún gætti dóttur sinn- ar vel fyrir tataranum. Já ekki var írostið úr jörðinni fyrr en hún sendi Alexander langvegu til að stinga upp mó og hélt honum þannig í hæfilegri fjarlægð frá bænum. En þá söng Alexander óskiljanlega söngva í mógröfun- um og var afkastamikill auk jæss. Hann var stór og glaðvær heiðingi. Leonarda átti sjaldan orðastað við hann. Leonarda átti sjaldan orðastað við hann nei og gerði sig eigi heldur seka um neitt annað, hún mundi að lnin var dóttir Jens Olai. En A orið er mjög viðsjár- verð árstíð, og þegar auk þess tók að hitna í veðri urðu augu Alexanders sem stjörnur og hann kom stundum óþarflega nærri Leonördu þegar hann átti leið framhjá lienni. IJún hafði á ó- skiljanlegan hátt týnt ýmsum munum úr kistu sinni, enda þótt læsingin væri í ágætu lagi. Það kom í ljós að kistubotninn var laus og Leonarda bar á Alexand- er að hafa losað hann. Nei ég er saklaus af því, sagði hann. Ég reyni kannski að hafa uppi á mununum ef þú skilur loftsdyrnar eftir opnar í kvöld svo ég komist inn til þín. Hún leit til hans og svaraði um hæl viðstöðulaust: Viltu endilega láta kasta þér á dyr á morgunF En tatarinn er svo leikinn í því að tala sínu máli og hann kann svo mörg ísmeygileg lodd- arabrögð með sinn rauða imúnn og sína brúnu húð og með augun sín. Og auk þess er hann ófyrir- leitinn karl í ástamálum. Daginn eftir sat Leonarda úti á hlaði og batt skóþveng sinn og Alexander bar þar að. Hann sagði: Lofaðu mér nú að vera hérna samt ef þú getur notast við mig við mótekjuna. Og ég skal aldr- ei aftur segja það sem ég sagði. Ilún skortaði augunum til hans, Jæssi fáu orð höfðu kynleg áhrif á hana. Og hann hafði tekið ofan húfuna og hárið hékk svo umkomuleysislega niður í augu hans og rauðu varirnar voru svo lokkandi. Leonarda svaraði: Jæja við getum reynt. Hún la'ut yfir skóþvenginn og var orðin kafrjóð. En tatarinn vissi áreiðanlega hvað hann gerði þegar hann upp- hóf ungu stúlkuna og bað hana að gera sér hann að góðu við mótekjuna. Hann vildi skjalla liana þótt hann vissi fullvel að það var ekki hún, lieldur móð- ir hennar sem hafði öll ráð á heimilinu. 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.