Heimilisritið - 01.01.1948, Page 9

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 9
Móður hennar lá við sturlun af afbrýðisemi og staglaðist jafnan á því að snikkarinn ætti forgangsréttinn. Og' Leonarda svaraði að svo skvldi það vera. En hún reikaði um í unaðslegum svíma og vissi hið gagnstæða með sjálfri sér. Flækingurinn Alexander stóð í mýrinni og stakk upp mó, hún steig niður til hans og liafði hina fagur- sköptu æsku hans í fanginu. Þeir dagar komu að Konráð snikkari var allur úr huga henn- ar og það voru langt frá því hennar döprustu stundir. Þegar leið fram á vorið komu stórútvegsbóndinn og synir hans heim úr verinu, vorannirnar hóf- ust og Alexander tók einnig þátt í þeim. En um jónsmessuleytið átti hann að fara úr vistinni. Það varð nú erfiðara fyrir hann að hitta Leonördu eina þar eð bræð- ur hennar höfðu nú einnig gát á henni og þeir voru allir hlynnt- ir Konráði snikkara. Auk þess er ástin svo duttlungafull að hún verður fljótlega mett ef hún nýt- ur of mikils bílífis, Leonarda tók að fá leiða á unga tataranum. Hún bjó sig undir að giftast Konráði. Alexander sagði: Næst þegar snikkarinn kemur í heimsókn drep ég hann með köldu blóði. En Leonarda var orðin leið á' honum og þreytt á honum og svaraði hæðnislega: Jæja. Og hvað gerirðu þar- næst? A Jónsmessukvöld átti að vera dansleikur á heimili snikkarans og Leonarda ætlaði þangað og dansa. En sama kvöld átti Alex- ander einnig að fara úr vistinni frá stórútvegsbóndanum. Leonarda sagði við Alexander: Flyttu mig yfir álinn áður en þú ferð. Hvert ætlarðu? spurði hann. Það kemur þér ekki við, sagði hún. Alexander bjó sig til ferðar. Hann hnýtti dóti sínu í klút og sagði: Eg er tilbúinn. Þau gengu niður að álnuin og stigu í bátinn. Og straumállinn Glimma hafði vaxið mikið í vor- leysingunum og var hættulegur yfirferðar. Meðan Alexander reri sagði hann: Þú ætlar þá víst að giftast honum? Já, svaraði hún. Það var ekki ég sem stal dót- inu þínu, sagði hann ennfremur, það var móðir þín. Hún starði á hann í heila mín- útu og hrópaði: Hvað ertu að segja? Hún ætlaði að spilla vináttu okkar. En mig grunaði hvar hún HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.