Heimilisritið - 01.01.1948, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.01.1948, Qupperneq 9
Móður hennar lá við sturlun af afbrýðisemi og staglaðist jafnan á því að snikkarinn ætti forgangsréttinn. Og' Leonarda svaraði að svo skvldi það vera. En hún reikaði um í unaðslegum svíma og vissi hið gagnstæða með sjálfri sér. Flækingurinn Alexander stóð í mýrinni og stakk upp mó, hún steig niður til hans og liafði hina fagur- sköptu æsku hans í fanginu. Þeir dagar komu að Konráð snikkari var allur úr huga henn- ar og það voru langt frá því hennar döprustu stundir. Þegar leið fram á vorið komu stórútvegsbóndinn og synir hans heim úr verinu, vorannirnar hóf- ust og Alexander tók einnig þátt í þeim. En um jónsmessuleytið átti hann að fara úr vistinni. Það varð nú erfiðara fyrir hann að hitta Leonördu eina þar eð bræð- ur hennar höfðu nú einnig gát á henni og þeir voru allir hlynnt- ir Konráði snikkara. Auk þess er ástin svo duttlungafull að hún verður fljótlega mett ef hún nýt- ur of mikils bílífis, Leonarda tók að fá leiða á unga tataranum. Hún bjó sig undir að giftast Konráði. Alexander sagði: Næst þegar snikkarinn kemur í heimsókn drep ég hann með köldu blóði. En Leonarda var orðin leið á' honum og þreytt á honum og svaraði hæðnislega: Jæja. Og hvað gerirðu þar- næst? A Jónsmessukvöld átti að vera dansleikur á heimili snikkarans og Leonarda ætlaði þangað og dansa. En sama kvöld átti Alex- ander einnig að fara úr vistinni frá stórútvegsbóndanum. Leonarda sagði við Alexander: Flyttu mig yfir álinn áður en þú ferð. Hvert ætlarðu? spurði hann. Það kemur þér ekki við, sagði hún. Alexander bjó sig til ferðar. Hann hnýtti dóti sínu í klút og sagði: Eg er tilbúinn. Þau gengu niður að álnuin og stigu í bátinn. Og straumállinn Glimma hafði vaxið mikið í vor- leysingunum og var hættulegur yfirferðar. Meðan Alexander reri sagði hann: Þú ætlar þá víst að giftast honum? Já, svaraði hún. Það var ekki ég sem stal dót- inu þínu, sagði hann ennfremur, það var móðir þín. Hún starði á hann í heila mín- útu og hrópaði: Hvað ertu að segja? Hún ætlaði að spilla vináttu okkar. En mig grunaði hvar hún HEIMILISRITIÐ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.