Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 12

Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 12
heimila í öðru tilfellinu, en í liinu ekki. I lok skólaársins var mismunurinn á heildarárangrin- um ákveðinn samkvæmt sér- stökum útreikningi. Að því loknu voru valin börn, úr báð- um hópum, með mismunandi einkunn, allt frá stigatölunni 4 upp í 8, til að gera tilraunina. I þeirri deild, þar sem sam- vinnan átti að fara í'ram, var nemendum, foreldrum og skóla- stjórum skýrt frá tilganginum og kvödd til samvinnu. Foreldrum var sagt að hafá samband við skólastjórann á þriggja vikna íresti, til þess að vita mn framför barnsins. Það var brýnt fyrir foreldrum og börnum, að meiri áherzlu ætti að leggja á vandvirkni en afköst. Daglegar skýrslur yfír vinnu- tíma nemandans, voru gerðar og sendar foreldrum. Venjulega var ætlazt til, að sunnudagar væru notaðir til hvíldar en ekki til náms. I skýrslunni var gert ráð fyrir 8—10 tíma svefni, og ekki minna en tveimur tlmum til hinna þriggja máltíða yfir dag- inn, svo'að fjölskyldan gæti not- ið þeirra í ró og næði. Það var ætlast til að barnið hefði 8—1 stundir á dag, til leikja eða hvíldar, allt eftir líkamsþreki og áhuga barnsins. Kennslan í skól- anum var ákveðin 5 stundir á dag, og gert var ráð fyrir hálf- tíma námi í heimahúsum. Ann- ars var þessi heimalærdómur lagður í sjálfsvald nemandans. I viðbót við þetta, var séð fyrir nægum tíma á virkum dögum og einkum á laugardögum, til sérstakra hugðarefna nemand- Foreldrum var uppálagt að mæta á skólasamkomum, þar sem rædd voru ýms mál. Þeim var líka boðið að heimsækja skólann, hvenær sem var, og ræða við kennarann um nýjar kennsluaðferðir o. fl. Samtals- i'undir voru haldnir milli kenn- ara og foreldra, til þess að ræða sérstök vandamál, sem snertu barnið. Þarna ræddu þessir aðil- ar um sérgáfur og áberandi eðlis- ávísanir barnanna. Samvinna var höl'ð við foreldra, til að semja starfs-áætlanir skóláns og eins í heimahúsum. Það var lagt fyrir þá að setja sig vel inn í öll smaatriði, viðvíkjandi barninu, sem fram koniu í skólanum, og brýnd var fyrir þeim sú skylda þeirra að efla eftirtekt og áhuga barnsins. Sérstök atriði voru dregin fram, hvað snerti lærdóminn í heimahúsum: Daglega varð að sjá um, að barnið hefði ákveðinn tíma í næði, til lærdóms. Stofuhitinn var ákveðinn 22° á Celsíus og var fyrir hæfilegri birtu í her- berginu, þar sem barnið lærði. 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.