Heimilisritið - 01.01.1948, Side 25
alltaf sundur alla ánamaðka,
sem hann náði í, og kyrkti einu
sinni tíkarkvikindi í greip sinni,
saklaust dýrið, sem ekkert
inein hafði gert honum, hann
fékk líka borgað fyrir það. Ég
skal segja þér, livernig það var.
Enn verður maðurinn þögull.
Iíann virðist ekki ætla sér að
halda áfram sögunni. Stúlkan
tekur þessú hiki háhs engan veg-
inn, kannski langar hana ekki
mikið til að heyra söguna af
frænda hans; hún lítur á hann
andartak, í augum hennar er
ekki vottur af eftirvæntingu eða
spurn, öllu heldur deyfð, kannski
þreyta. En liann veit hún muni
hlusta á orð hans. Og hann held-
ur áfram.
— Já. En hefndin kom. Hefnd-
in.
Undarlegur glampi í augum
mannsins.
— Hann var kyrktur sjálfur.
Einu sinni, þegar hann var á
ferðalagi á skipi úti fyrir Cap
Afatapan. Hann. stóð á dekkinu
að kveldi til og horfði á mána-
glitið á hafinu. Þetta var uppi á
efsta þilfari, aftarlega, og allt
var hljótt, jafnvel liljóðara en
það er liér nú. Þá veit hann ekki
fyrr en að honum kemur mað-
ur, sem reyndist vera Grikki, eða
kvaðst vera það, og var brjál-
aður, skal ég segja þér, mjög
mikið brjálaður. Hann víkur sér
að honum og fer að tala við
hann, og frændi minn sér ekki,
að maðurinn er brjálaður, því
hann var sauðheimskur, þótt
hann hefði ánægju af að kvelja
skepnur. Jæja, innan lítillar
stnndar býður hann vini mín-
um, — frænda mínum sko, —
býður honum sígarettu, og hann
þiggur sígarettuna .. . Og hann
býður honum að kveikja í sígar-
ettunni og frændi minn þiggur
það. — En þegar hann ber eld-
inn upp að sígarettunni, sleppir
hann eldspýtunni, opnar greip
sína og tekur fvrir kverkar vini
mínum — svona, sko, svona ha!
— svona — nei, hahahaha, hel-
vítið átti fyrir því, — hann var
bara maður, jarðarormur, sem
hafði slitið sundur aðra orma, —-
svona tók hann, finnurðu til? —
— finnurðu ekki til, ha? hahaha
haha!-aaaaaaaaa!
3.
Stúlkunni tekst að losna úr
greip mannsins. Hlátur hans
deyr út. — í sogandi hvæsi. Eitt
langt, dimmt a —
Hún þýtur upp af bekknum,
hleypur út úr garðinum og út
eftir sandstígnum.
Allar dúfurnar á gangstéttinni
hefja sig skelkaðar til flugs.
(O.sló oij Stokkhólmi í sept. 191,6).
HEIMILISRITIÐ
23