Heimilisritið - 01.01.1948, Page 28

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 28
síðar var hvellhettan horfin með- al hundraða svipaðra. ÞEGAR hún sat í fallegu Bcntley einkabifreiðinni sinni á heimleiðinni. sagði hún við einkaritara sinn: — Vel á minnst — meðan ég man: Eg skrifaði á spjaldið, sem ég lét í hvellhettuna, að sá sem kæmi á heimili mitt í London með þetta spjald í höndunum, myndi f'á hundrað sterlingspund. Sjáið um að peningarnir verði greiddir, viijið þér gera svo vel? Þakka yður fyrir. I sömu andrá kviknaði rautt ljós á umferðarvitánum; og í gemju sinni yfir töfinni gleymdi auðuga stúlkan alveg þessari duttlungafullu velgjörð sinni. En einkaritarinn mundi hana. Og hvellhettan flutti sinn dýr- mæta boðskap sumarið á enda og inn í vetrarmyrkrið, gekk hönd úr hendi, unz hún var af- hent kaupmanni einum í út- hverfi Lundúna, ásamt mörgum tylftum svipaðra leikfanga. FRÚ Herrick var komin að niðurlotum þessi áramót. Hún hafði búið sig undir að eyða ný- árshátíðinni á kyrrlátan liátt á- samt manni sínum, Christine dóttur sinni og Dennis syni sín- um, sem eim gekk í skóla. Og í morgun hafði heimi svo borizt símskeyti frá syni sínum Brian, sem var. búsettur í Liverpool, og í símskeytinu stóð að hann kæmi í heimsókn í kvöld ásamt unn- ustu sinni. Ellen Herrick hafði aldrei séð Alice unnustu Brians, þótt hann hefði verið trúlofaður henni í ellefu mánuði. Hún varð að flýta sér að koma upp rúmstæði fyrir hana í herbergi Christine. En þrátt fvrir nauman tíma og hina almennu eftirvænlingu, sem ríkti á heimilinu, tókst Christine að hafá hádegisverðinn tilbúinn slundvíslega. Christine kom þjótandi inn, eldrjóð af ákafa og með ljómandi augu. Christiné hafði fréttir að færa, svo hún gaf sér naumast tíma til að hlusta á það, sem móðir hennar var að segja um Brian. — Jæja, ætlar hann það? Eg er svei mér fegin. Mamma, ég hugsa þér muni geðjast vel að Alice. En mamma — hvað eig- um við að hafa í matinn á morg- un? Ellen starði ringluð á dóttur sína. Það var ólíkt henni að gera sér svona títt um matinn. — Eg hef sagt þér það, kæra barn. Uxasteik og einn af búð- ingunum ínínum. — Já, jú, ég veit það, en — gætum við ekki keypt dálítið af léttu víni? Og kaffi, og ábæti? 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.