Heimilisritið - 01.01.1948, Blaðsíða 30
— lJað þýðir þá nokkuð að
setja von sína á það!
Það var raunar örlítil von, þó
aðeins örlítil, en þegar Christine
var farin til vinnu sinnar, hleraði
Ellen ósjálfrátt eítir fótataki
póstþjónsins meðan hún sýslaði
við hússtörfin. Hann kom um
þrjúleytið og afhenti nokkur
póstkort, en ekkert frá Lissie
frænku. Ellen fór út til að gera
innkaup.
Hún keypti ögn af möndlum
og rúsínum, ódýra flösku aí
Sherry, nokkrar appelsínur og
fíkjur. Og svo hætti hún á að
bruðla nokkrum krónum fyrir
hvellhettur, sem hún ætlaði að
hafa til að skreyta borðið með.
Þegar Christine kom heim
seint um kvöldið, þreytt og von-
svikin yfir að ekkert skyldi liafa
borizt frá Lissie frænku, lá henni
við að tárast yfir hvellhettunum.
— Mamma, þær eru svo fá-
tæklegar! Og þær eru ekki ætlað-
ar fyrir fullorðið fólk. Af hverju
keyptirðu ekki heldur blóm? Eða
fáein glös; þau, sem við eigum,
eru öll ósamstæð! Þú getur ekki
verið þekkt fyrir að láta þessar
livellhettur á borðið!
— Nú jæja, ef þér finnst það
ekki —
í SÖMU ANDRÁ komu þau
Brian og Aliee, og Ellen flýtti
sér að bjóða þau velkomin.
28
Hvellhelturnar gleymdust, Ellen
hafði eignast nýja „dóttur", í
splunkunýjum fötum og málaða
eftir nýjustu tízku. Án efa dá-
fríð stúlka þrátt fyrir allt, en —
þessar nýmóðins ungu stúlkur
voru allar svo harðneskjulegar.
llarðar sem stál!
Morguninn eftir vaknaði Ell-
en við það, að vekjarklukkan
hringdi. Ilún flýtti sér á fætur,
hún hafði tvo gesti, og auk þess
ætlaði Hugo að koma til mið-
degisverðar.
Hún fór niður í morgunsloppn-
um til að hita te, og brátt var
öll fjölskyldan komin á fætur.
Póstþjónninn kom nokkru síðar,
og meðal annars hafði hann með-
ferðis bréf frá Lissie frænku.
— Ef hún sendir mér eitthvað
sem varið er í, fer ég bakdyra-
megin í verzlunina, fæ þá til að
hleypa mér inn og tek eitthvað
út í vöruskemmunni--------Æ,
Drottinn minn, fimm shillingar!
Christine gekk hægt inn í
svefnherbergið sitt. Hún saum-
aði nýjan kraga á síðdegiskjól-
inn sinn og snyrti sig sem bezl
liún gat. Brian og Alice hurfu
inn í dagstofuna og lokuðu á
eftir sér, Ellen bjó til matinn og
lagði á borðið, en maður henn-
ar tók sér skemmtigöngu á með-
an og hafði hundinn með sér.
Dúkurinn var snjáður, en drif-
hvítur — og ósamstæð glösin
HEIMILISRITIÐ