Heimilisritið - 01.01.1948, Page 33

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 33
Og nú bæði mömrau hans og systur líka. Nokkru síðar sáu þær Ellen og Alice hvar Christine ók niður veginn í litla einkabílnum Iians Hu gos, og hún ljómaði af gleði. Brian og Alice fóru saman út. — Við sjáumst ekki svo oft, og Alice elskar að dansa. Þú hef- ur ekkert út á það að setja, er það? Dennis fór í samkvæmi hjá foreldrum kunningja síns, og Ellen og maður hennar urðu ein eftir heima. Ellen brosti til mannsihs síns. — Þetta tókst vel, fannst þér það ekki? Peningarnir skipta ekki mestu máli. — Nei. Það virðast hinsvegar hnetuskurn og mislitur pappír gera, ef dæmá skal eftir öllu rúsl- inu hérna í stofunni. Ellen hló. — Nú skal ég laga til, og svo fáum við okkur einn tebolla. Hægt og silalega, eins og karl- mönnum er lagið, en af góðuin hug og með mikilli kostgæfni, tók maður hennar að tína upp ruslið af gólfinu. Og þannig at- vikaðist það, að liann fann nafn- spjald ungfrú Buckhaven undir borðinu. HANN las það, Ellen las það, og síðan lásu þau það sameigin- lega. Hann setti upp hatt, og lagði af stað — þótt hann skop- aðist að sjálfum sér — niður að 'símklefanum. Hann kom um hæl i æstu skapi. — Það er satt! Ef við förum þangað með nafnspjaldið, fáum við útboi'guð hundrað pund! Langt fram á nótt sátu þau Ellen fyxir framan .eldstóna og „notuðu“ hundrað pundin hvað eftir annað, og til ýmissa þarfa. Smáskuldirnar, sem höfðu legið á þeim eins og mara — fjöru- tíu pund nægðu til að losa þau undan oki þeirra. Og þá gætu þau loksins keypt ný gluggatjöld og nýja alklæðnaði, og í fyrsta sinn á ævinni tekið sér sameig- inlegt'frí. Það var satt — á því lék eng- inn vafi! Óvænt og undursamleg gjöf! Heppnin hafði sniðgengið böfnin að þessu leyti, en hins- vegar fallið í skaut foreldranna. Og þau áttu það sannarlega skil- ið. ENDIB HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.