Heimilisritið - 01.01.1948, Qupperneq 37
Mynd 3
Mynd 4
Þafi œtti auSvitað að vera vandalítið
fyrir stúlku, sem hefur óaðfinnanlegt vaxt-
arlag, að velja sér kjól. Aðalatriðið er að
lianu fari vel. en þó þyrfti jafnframt að
ka])pkosta, að hann eigi vel við litarluitt
hennar og persónuleika. En það er nú
einu sinni svo, að flestar konur hafa ein-
hver líkamslýli. Þau má samt venjulega
hylja að meira eða minna leyti, með ein-
löldiim ráðum, ef hugvit og smekkx isi eru
f.vrir hendi.
Tökum til diemis mjög grnnna stúlku,
sem klæðist þröngu og aðskornu pilsi (sbr.
mynd 1). Ef til vill er hún einnig í þunnri
og þröngri blússu, svo að olnbogarnir
standa eins og horn út í loftið, ef hún
beygir þa, og brjóstin sýnast ennþá inn-
fallnari en þau eru í rnun og veru.
Nei, vitaskuld á hún að vera í víðum
flikum úr þykku efni og með fellingum
(sbr. mynd i). Auk þess getur hún fitað
sig með réttu mataræði og fengið útþanið
brjósthol með sérstökum líkamsæfingum.
Holdugar stúlkur geta einnig klælt af
sér fituna.i til mikilla muua. Það er því
miður alltof algengt að sjá þær í svo
þröngum kjól, að spikið pokar út hér
og þar. og þrýstir svo á kjólaefnið, að
maður er á milli vonar og ótta um að hann
rifni þá og þegar utan af þeim.
Auðvitað verða þær að gæta þess aiV
kjólarnir séu hæfilega víðir. Þær skulu
varast að ganga i kjólum úr salíni, flaueli
og loðnu ullarefni; ennfremui úr stórrósóttu
og þverröndóttu efni. I stað )>ess ættu ))ær
að ganga í flíkum úr fremur þunnu, dökk-
leitu efni, með fíngerðum röndum, ]óð-
réttum eða því sem næst. Þær geta og
megrað sig með því að stunda hollar
íþróttii' og forðast fitandi mat. Það tekst
með svolítilli ))olinmæði!
Á mynd 3 sést stúlka með mjótt og
langt andlit. Hvað gerir hún við þvír
Ekkert? Jú. hið gagnstæða við það sem
hún ætti að gera. Hvers vegna skyldi
enginn hafa sagt henni, að það fari henni
ekki vel, að skipta í miðju og láta hárið
lat'a niður með vöngunum, og að hún ætti
aldrei framar að setja upp þessa löngu
erynalokka, sem hún er með?
A mynd 4 er sama stúlkan. Það er erfitl
að þekkja hana aflur. Iiún hefur gert ótal
tilraunir með, hvernig gréiðsla færi henni
bezt, og loks lagt það á |)ann veg, sem
fer henni ágætlega. I stað þess að vera í
flegnum kjól hefur hún nú fengið sér
annan upp í háls, og það gerir sitt til þess
að andlitið sýnist styttra. Loks gengur
hún nú með kringlótta e.vrnarlokka, en
hefur kastað hinum út í yztu myrkur.
HEIMILISRITIÐ
35