Heimilisritið - 01.01.1948, Page 40

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 40
dyrahandfanginu, þegar hurð- inni var skyndilega hrundið upp, og hann stóð augliti til auglitis við ungfrú Odile Campanat. „Eruð þér hér? Hvernig stendur á því?“ „Það skal ég skýra fyrir yður, eftir að þér eruð búinn að segja mér, hvort þetta veldur yður fremur undrunar en gleði“. „Eg er himinlifandi“. „Agætt, komið þér þá“. Og þau tvö, sem einu sinni höfðu dansað saman, gengn nú inn í saumastofuna, og þar sagði lnin honum þetta: „Þér eruð nú, kæri herra Lep- inois, staddur hjá einni af beztu vinkonu.n mínum. Maðurinn hennar dó skyndilega. Hún var bláfátæk, og varð að fara að vinna íyrir sér sjálf. Hún stofnaði þessa saunia- stofu. Eg' og íleiri vinkonur hennar höfum síðan verzlað við hana að staðaldri, enda er húu afbragðs saumakona. Mér er ó- skiljanlegt livaðan henni kom sú hugmynd að setja þessa hjóna- bandsauglýsingu í blaðið, sem' þér kannist við, og sjálf getur hún enga skýringu á því gefið. Hún fékk mörg svör, ýmissa tegunda. Dag nokkurn kom ég henni að óvörum, einmitt þegar hún var að lesa yfir öll þessi margvíslegu bréf. Það var hreint ekki svo lítið verk. 38 Hún bað mig að fara yfir bréf- in með sér, og ég gerði það. Allt í einu sagði hún: „Sjáðu, sá er skrítinn. Hann skrifar bæði fullt nafn sitt og heimilisfang“. Hún rétti mér bréf yðar, herra Lepinois, og ég las það, mér til mikillar ánægju. Mér fannst gaman að því að gerast staðgengill vinkonu minn- ar, enda var það auðvelt fyrir mig, þar sem þér þekktuð ekki rithönd mína. Mér þótti mjög gaman af bréf- um yðar, og mér þóttu bréfin yðar svo hrífandi, eins og þér eflaust getið skilið“. „Eg skil yður, kæra ungfrú Odile, og ég er forsjóninni þalck- látur fyrir þessa ráðstöfun. Á ég líka að þakka þessari sömu góðu tilviljun stöðuhækkun mína“. „Það er annað mál, sem við getum síðar rætt“. „Eins og yður sýnist. Eg mun ræða málin við yður eins oft og þér viljið“. „Gætið þess að lofa ekki of miklu, yður mun kannske iðra þess síðar“. „Aldrei“, sagði hann, „ég mun aldrei þreytast á að hlusta á yð- ur, ef þér viljið leyfa mér það“. „Eg veit að þessi orð yðar koma frá hjartanu. I bréfunum yðar las ég um ást yðar til mín, og nú, er hún endurgoldin“. KNDIR HEIMILISHITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.