Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 44

Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 44
hvorki hann né aðrir læknar á því ski])i þyrflu að komast í siima vandann og ég. Aðgerðin á Tom Cole hefði getað farið illa. En nú minnist ég ljóslega annars atviks, þeg- ar ég var einnig kallaður til að- stoðar, sem lauk með skoplegu móti. Það var komið undir dögun og hægur, sjórakur vindur barst inn um sKÍpsgluggann. Það var barið að dyrum á klefa mínum. „Nú er skrítið í efni“, stamaði skipslæknirinn. „Gætuð þér komið til aðstoðar? Ein hefðar- konan hefur fengið kýli í nótt“. „Kýli? í nótt?“ sagði ég og flýtti mér í fötin. „Hvar?“ „Ég held þér trúið því ekki“, sagði ungi læknirinn bg roðnaði. „Það er á tungunni. Þetta er voðalegt. Hún getur ekki talað. Eg stend uppi alveg ráðalaus“. Svo fór hann með mig inn í eina af veglegustu vistarverum þessarar fljótandi skrauthallar, og ég leit á sjúklinginn. Brjóst frúarinnar gekk upp og niður af ákafri geðshræringu. Hún var fögur og tiguleg. En tungan var svo bólgin, að hún stóð út úr munninum, og einmitt vegna þess, hversu fögur konan var og glæsileg. varð þessi sjón miklu afkáralegri, hlægilegri og ósam- ræmilegri en ella. Eg þekkti þessa tungu. Síðan við sigldum frá Southampton hafði hún mannskemmt og sært alla, sem hún náði til. Hún hafði notað þessa tungu dvggilega til að láta bæði þjóna og farþega kenna á valdi sínu og upphefð. Og nú hafði hún hlotið makleg málagjöld. Það sem ég gerði var ekki sér- lega hæversklegt. Það hefur kannske verið ósiðlegt. Eg rak upp skellilhátur, þar sem ég stóð í dyrunum. Eg sá þegar í stað, að konan var ekki í neinni hættu. Ekki þurfti annað en gefa henni sprautu og setja henni stólpípu. Hún fékk adrenalininnspýtingu, og ristilskolun úr sápuvatni. Daginn eftir var kýlið horfið og frúin orðin jafngóð. Hvað olli þessu? Það var aug- ljóst. mál. Frúin var mikill styrjuhrognavinur. Hún hafði étið yfir sig af þessum gómsæta rétti. Þetta sagði ég skipslækninum. Ég sagði honum ýmislegt um duttlunga efnaskiptanna, og á- hrif ýmissa fæðutegunda, allt frá hinum venjulegu útþotum á börnum, til hinna verri og erfið- ari tegunda af ofnæmi. Ég talaði um þetta af miklum lærdómi, þaulreyndari þekkingu og ákefð. Læknirinn hlustaði á mig kurteislega og sat lengi á sér. En að lokuin gafst hann upp, setti hnykk á fallega, jarphærða koll- 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.