Heimilisritið - 01.01.1948, Page 49

Heimilisritið - 01.01.1948, Page 49
Astleitni prófasturinn Ein af hinum sígildu sögum úr smásagnasafninu Dekamer- on, eftir ítalska rithöfundinn Boccaccio. Bindi það, sem þessi saga er í, mun koma út á íslenzku innan skamms. Á Fiesole-hæðunum var áður mikil borg og fögur. Veldi henn- ar er nú úr sögunni, en samt er hún enn sérstakt biskupsdæmi. t þessari borg bjó einu sinni aðal- borin ekkjufrú, er Vanna hét. Hús hennar stóð nærri dóm- kirkjunni, og þar lifði hún kyrr- látu og tilhaldslausu lífi með tveim, ungum bræðrum sínum. Voru þeir báðir mestu heiðurs- piltar og grandvarir. Frú Vanna var mjög kirkju- rækin, enda var ekki langt að fara. Hún var ung að árum, fög- ur ásýndum og mesta gæðakona. Var það því að vonum, að pró- fasturinn við dómkirkjuna felldi hug til hennar, — enda var hann seint og snenuna að tjá henni ást sína og reyna að fá hana til fylgilags við sig. Prófastur þessi var kominn á efri aldur, en ung- ur í anda, ágengur og montinn. Hann hafði þær hugmyndir um sjálfan sig, að hann væri hverj- HEIMILISRITIÐ um manni skemmtilegri og meira aðlaðandi, þó öllum finnd- ist hann hundleiðinlegri en allt sem leiðinlegt var, — og frú Vanna fékk blátt áfram liöfuð- verk og uppköst, ef hún heyrði á hann minnst. Ástleitni hans vísaði hún jafnan á bug með kænsku og slóttugheitum. Hún sagði: — Herra minn. Eg tek mér til tekna, að þér skuluð elska mig, og eiginlega ætti ég að elska yður að endurgjaldi — og ég geri það líka. Þessa gagnkvæmu ást ber okkur að varast að saurga. Þér eruð skriftafaðir minn og sálusorgari, og fegurð og virðugleiki éllinnar sækir yð- ur heim. Eg er aftur á móti hvorki ung né gömul, og mér hæfir því hvorki eitt né annað. Auk þess er ég ekkja, og eins og þér vitið manna bezt, þá eru gerðar til okkar mjög strangar hreinlætiskröfur. — Ekki féllu 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.