Heimilisritið - 01.01.1948, Blaðsíða 60
laglegur raaður. Hann var fríður
í andliti. augun blá og hrein, og
raunnuriira festulegur. Hann
hafði þýða rödd.
Weston lögreglustjóri sagði við
hann:
„Eg geng þess ekki dulin,
Marshall, að þér hafið orðið fyrir
þungu ál'alli. En ég vona að þér
skiljið, að það er mikilvægt fyrir
mig að fá sem fyrst allar nauð-
synlegar upplýsingar“.
„Ég skil það vel“, sagði
MarshaU. „Spyrjið þér bara“.
„Þetta var seinni kona yðar?“
„Já“.
„Hvað voruð þið búin að vera
lengi í hjónabandi?“
„Rúm fjögur ár“.
„Hvað hét hún áður en hún
giftist?“
„Helen Stuart. Hún kallaði
sig Arleiía S.tuart á leiksviðinu“.
„Var lnin leikkona?“
„Já, hún lék í óperettum“.
„Hætti hún að leika þegar hún
giftist yður?“
„Neij hún hélt því áfrara, þar
til fyrir hálfu öðru ári“.
„Var það af nokkrum sétstök-
um ástæðum, að hún hætti þá?“
Kenneth Marshall hikaði and-
artak.
„Nei“, sagði harra. „Hún sagð-
ist bará vera orðin leið á því“.
„Það var ekki — til þess að
þóknast yður?“
„0-nei“, sagði Marshall og
lyfti augnabrúnunum lítið eitt.
„Það var þá með samþykki
yðar, að hún hélt áfrara að leika
eftir að þið giftust?“
Það lék dauft bros um varir
Marshalls. „Ég hefði heldur kos-
ið að hún hætti því. En — ég
lét það afskiptalaust“.
„Og — hjónabandið — var
hamingjusamt?“
Marshall svaraði kuldalega:
„Það var það“.
Weston þagði um stund. Síðan
sagði liann:
„Hafið þér nokkurn grun um,
hver muni liafa myrt konu yð-
ar?“
Marshall svaraði án tafar:
„Ekki nokurn“.
„Atti hún nokkra fjand-
menn?
„Ef til vill“.
„Nú?“
Marshall sagði með nokkrum
iíkafa:
„Misskiljið mig ekki. Konan
mín var leikkona. Hún var sér-
lega fögur kona. Af þeim ástæð-
lim varð hún fyrir óþægindum.
Það varð misklíð útaf hlutverk-
um -— keppni — öfund, gæti
maður sagt, allskonar ofsóknir,
jafnvel hatur. En þar fyrir er
ekki sagt að neinn hafi haft hug
á því að myrða hana“.
Hereule Poirot lét nú í fyrsta
sinn til sín heyra. Hann sagði:
„Það sem þér eiginlega vilduð
58
HEIMILISRITIÐ