Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 22
hindurvitni þau og hjátrú, sem guðfræðin byggði á allar skýr- ingar sínar á eðli og orsökum sjúkdóma. Kristileg guðfræði tafði fyrir framförum í lækningum, en kristin trú bætti fyrir þetta að nokkru leyti, með því að taka upp fullkomlega nýja afstöðu gagnvart hinum sjúku. Fyrrum fékk hinn munaðarlausi sjúk- lingur sjaldnast neina líkn og naut engra afskipta í veikindum sínum. Ungbörn voru skilin eftir á tröppum hofanna og látið ráð- ast, hvort þau dæju drottni sín- um eða væru tekin til fósturs af einhverjum vegfarenda. Sam- kvæmt fyrirmælum Jesú, bar hinum hraustu að sjá fyrir þeim sem veikir voru og lasburða. Sjúkrahúsum fyrir munaðar- leysingja var komið á fót. Öldum saman voru stofnanir þessar ekkert nema hæli fyrir veika umkomuleysingja. Engin lænishjálp var veitt. Það er ekki fyrr en á síðustu tímum, með þróun nútímalæknisaðgerða, að sjúkrahús veita viðeigandi hjúkr- un, auk húsaskjóls. En nútíma munaðarleysingjahæli, líknar- stofnanir og umönnun hins op- inbera fyrir sjúkum og fötluð- um, eiga rót sína að rekja til kristinnar trúar og eru beint á- framhald slíkra stofnana frá dög- 20 um frumkristninnar. Skilningur sá, sem frumkristn- in hafði á eðli sjúkdóma, felst í þessum orðum heilags Ágústín- usar á fimmtu öld: „Allir sjúk- dómar kristinna manna eru djöflum að kenna; aðallega of- sækja þeir hina nýskírðu, já, jafnvel nýfædda sakleysingja.“ Eftir því sem gerðist á sjöttu öld má segja, að páfinn Gregorí- us mikli hafi verið víðsýnn mað- ur, en engu að síður segir hann frá því í fullri alvöru, að nunna ein, sem etið hafði salat án þess að gera krossmark yfir því fvrst, hafi gleypt djöful, sem sagði um leið og hann neyddist til að koma út að boði heilags manns: „Ekki er þetta mér að kenna! Ég sat bara á salatblaðinu, og þessi kvenmaður gleypti mig líka, þar sem hún hafði ekki gert krossmark yfir matnum.“ Menn, sem fengust við að reka út djöfla, gættu þess vand- lega að vera með lokaðan munn meðan á særingunum stóð, til þess að djöfullinn stykki ekki út úr sjúklingnum og ofan í þá sjálfa. Nú á dögum hefur munn- vatnsúðinn, sem dreifist ,um loftið yið hnerra, komið í stað djöfla fyrri tíma við útbreiðslu sjúkdóma. Samkvæmt miðaldatrú sættu djöflar einnig færi á að kom- HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.