Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 19
Illir andar, lyf og læknar r------------------------------------------ Framhald bókarinnar um þróun læknavísindanna, eftir dr. med. HOWARD W. HAGGARD <________________________________________J Ein var sú trúarlækning, þó ekki í tízku lengur, sem fram- kvæmd var að undangenginni læknisskoðun. Það var hin svo- kallaða „konungssnerting“ við „kóngsveiki" og niðurfallssýki. Kóngsveikin var sama sem berkl- ar í hálseitlum, þó að á þeim tíma hafi það tíðkazt, að viðhafa kóngssnertingu við hvers konar bólgu 1 hálsi, og var þessi aðferð viðurkennd af lækni konungs- ins. Sögusögnin segir, að höfund- ur konungssnertingar hafi verið Játvarður helgi Englakonungur, og að upphaf hennar hafi verið með þessum hætti: „Ung kona hafði gifzt manni á hennar eigin aldri, en þar sem þeim varð engra bama auðið, hlóðust vessarnir að hálsi henn- ar, og hún varð mjög veik og kirtlarnir bólgnuðu hræðilega. í draumi var henni ráðlagt að biðja konunginn að þvo hina sýktu parta. Hún fór til hallar- innar, og konungurinn sjálfur framdi það kærleiksverk á henni, að nudda háls hennar með fingr- unum vættum 1 vatni. Dásam- legur bati fylgdi græðandi snert- ingu konungsins, hin sýkta húð rifnaði og ormar runnu út með greftinum ogbólgan hjaðnaði. En þar sem sárið var mikið og ljótt á að líta, fyrirskipaði konungur- inn að hún skyldi haldin á sinn kostnað, unz hún væri grædd að fullu. En áður en full vika var liðin, var komin falleg, ný húð, sem huldi örið svo fullkomlega, að engin merki sáust. Er tæpt ár var liðið frá þessum atburði, ól hún tvíbura og jók þannig á að- dáun manna á heilagleik Ját- varðar konungs". M. ö. o., hún vitnaði um bata sinn. Þessi töframáttur, að geta læknað með handaálagningu, var álitinn hafa gengið í erfðir til APRÍL, 1955 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.