Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 31
viðurkenna að hann elskaði hana . . . Þegar þau voru trúlofuð skýrð'i hann henni í fám orðum frá Lilly. Hún þagði við, lengi. — Þú varst rnjög hamingjusam- ur með Lilly, var það ekki, Mike? — Jú, en tilfinningar mínar til þín eru jafn sterkar fyrir því, Jane. — Þær eru ekta — bara öðruvísi — Já, elskan, ég skil, sagði hún. En augnaráð hennar var áhyggjufullt. — Það er ekki það' sem gerir mig órólega. En þú virðist reyna að forðast allt sem minnir á hana. — Já, það er ýmislegt sem maður veigrar sér við að muna of vel. Eg varð að halda áfram að lifa, Jane, — varö að reyna að þrauka. Ef ég hefði haldið áfram að hugsa um hana. hefði ég aldrei fengið frið fyrir þessari hræðilegu spurningu: hvers vegna? Hún brosti raunalega. — Ég veit það var erfitt. En þú ert að flýja sjálfan þig. Hún virti hann fyrir sér íhugandi. — Samt held ég að' óhamingja þín eigi sér ein- hverjar dýpri rætur. Mike, hvað er það sem gerir þig óhamingju- saman núna? Það var ekki auðvelt að svara þessari spurningu. Loks sagði hann: — Það er alveg eins og . . . eins og ég sé ótrúr Lilly af því ég er ástfanginn af annarri stúlku. Af því ég gef annarri stúlku allt sem ég var áður bú- inn að lofa henni. — Eg skil hvernig þér líður, Mike. En ég get ekki hjálpað þér. Enginn getur hjálpað þér. Þú verð'ur sjálfur að finna lausn á þessu vandamáli. I gærkvöldi hafði hún afhent honum lyklana. Og nú stóð hann hér í stofunni sem var full af þeim minningum sem hann hafði reynt að loka úti. Og sorg- in og sársaukinn höfðu ekki glatað broddi sínum. Hann snerist hvatlega á hæli og gekk út úr stofunni. Hann læsti stofudyrunum og hljóp nið- ur stigann. I fordyrinu dokaði hann við og sneri sér að dyrun- um út að garðinum. Síð'ar spurði hann sjálfan sig hvers vegna hann hefði einmitt gert það. En allt í einu var eins og hann fengi svör við öllu! Ljóslifandi minning stóð hon- um snögglega fyrir hugskots- sjónum, mvnd af Lilly úti í garðinum eitt haustkvöld, þar sem hún stóð með fangið fullt af blómum. — Er það ekki dásamlegt að vera svona hamingjusöm eins og APRÍL, 1955 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.