Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 44
voru það bréfin, sem Ed fékk, sem orsökuðu það, að Jim hataði manninn frá djúpum sálar sinn- ar. Þrisvar í viku og stundum oft- ar fékk Ed bréf frá konu sinni, þar sem hún lýsti ást sinni á honum og tryggð. Hún var vön að skrifa honum, að hún elskaði hann meira en allt annað í heim- inum, og að hún teldi klukku- stundirnar þangað til hann kæmi til hennar aftur. Þessi bréf voru oftast eins. Þau voru skrifuð í þeim tilgangþ'að gleðja hjarta manns, sem hafði framið heimskulegan verknað, og þau fullnægðu alveg tilgangi sínum. Hann beið komu þeirra með eftirvæntingu. Þau voru honum meira virði en matur og drykk- nr. En þessi bréf voru hreint kvalræði fyrir Jim. Ed var van- ur að lesa hvert bréf upphátt fyrir Jim. Og meðan hann las, skalf Jim af reiði. Jim átti eng- an að — enginn skrifaði honum. Af hverju gat þessi einfeldning- ur ekki haft sín einkamál út af fyrir sig? Af hverju þurfti hann að angra Jim með gleðistundum sjálfs sín, þegar Jim gat aldrei búizt við gleðistund? Dag nokkurn, eftir að hafa hlustað á sérstaklega elskulegt bréf, sprakk blaðran. „Af hverju hættirðu ekki að lesa þetta bölv- að bull yfir mér?“ hrópaði Jim. ,,Ég er orðinn hundleiður á að hlusta á þennan lygaþvætting. Af hverju hættirðu því ekki?“ Ed brosti. „Þetta er enginn lygaþvætt- ingur, Jim,“ svaraði hann. „Mér þykir svo gaman að lesa þau upphátt fyrir þig, vegna þess, að það er svo yndislegt að hlusta á þau lesin upphátt. Þú getur ekki ímyndað þér, hve dásam- legt það er fyrir mig að vita, að einhver elskar mig og bíður mín, þegar ég verð frjáls. Skilurðu það ekki, Jim? Leyfðu mér að lesa þessa síðustu setningu fyrir þig aftur, Jim.“ Hatur Jims á Ed jókst stöðugt, einkum þó, þegar bréfin komu til Eds. Hann fór að reyna að hugsa einhverja leið til að jafna mörkin við Ed. Loksins datt honum ráð í hug. Það var ljót og kaldranaleg hugsun, en Jim framkvæmdi hana. Hann tók eitt af bréfum Eds og rannsakaði rithönd konunn- ar hans. Það varð þessum meist- ara í að falsa, létt verk að líkja eftir rithöndinni í öllum atrið- um. Ennfremur var þetta á- nægjulegt fyrir hann, að fá að starfa að því, sem honum þótti skemmtilegast. 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.