Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 20
eftirmanna hans, en síðar tald- ist hann til hinna guðdómlegu forréttinda allra konunga. Með tímanum var snerting við kóngsveiki bundin formlegri og hátíðlegri athöfn. Hinir saman- komnu sjúklingar voru skoðaðir af líflækni konungs, og þeim, sem ekki voru álitnir hæfir til lækn- ingar, var vísað frá. Hinir voru látnir gefa yfirlýsingu um, að þeir hefðu aldrei fengið snert- ingu áður — merkilegt atriði í sambandi við varanleik batans. Þeir, sem fengu að ganga fyrir konung, voru blessaðir, mein- semdir þeirra voru snertar og gullpeningur var hengdur um háls hvers og eins. Gullpeningurinn svaraði til verndargrips galdralæknanna og átti sennilega drjúgan þátt 1 að halda þessari siðvenju við lýði. Gullpeningaútgjöldin komust upp í 18,000 pund á ári, og eftir daga Elísabetar drottningar var stærð peninganna minnkuð að mun. Ekki trúðu allir konungar á árangur snertingar sinnar. Jakob I vildi leggja niður þennan sið sem hverja aðra hjátrú, en var talinn á að halda honum áfram af stjórnmálaástæðum. Vilhjálmur III lét álit sitt í ljós, um leið og hann snerti hina sjúku, með þessum orðum: 18 „Megi Guð gefa þér betri heilsu og meira vit.“ Að lokum neitaði hann með öllu að halda þessu áfram og fékk á sig grimmdar- orð fyrir. Anna drottning var hin síðasta 1 brezku konungsröðinni, sem lét þessa þjónustu í té, og að henni látinni var þessu hætt. Dr. Sam- uel Johnson var meðal þeirra síðustu, sem var snertur. Var hann þá fjögurra ára gamall, og eftir því sem ævisöguritari hans, Boswell, segir, þjáðist hann af eitlaberklum alla ævi. Það voru ekki einungis ensku konungarnir, sem lögðu stund á konungssnertingu. Frakkakon- ungar fengust líka við slíkar lækningar. Lúðvík XIV snerti 1600 manns einn páskadag, en einn hreinskilinn samtíðarmað- ur fullyrti, að eginn hefði lækn- azt. Eins og 1 Englandi fékk hver sjúklingur nokkra greiðslu um leið. Konungssnerting lagðist ekki niður í Frakklandi fyrr en skömmu fyrir stjórnarbylting- una miklu. Því svallfengari og siðlausari sem konungurinn var, því meiri trú virtist vera á þeim lækn- ingamætti er fylgdi snertingu hans. Eftirsóttastur allra snerti- kónga var Karl II. Jafnvel með- an hann var í útlegð í Hollandi, var hann umsetinn af sjúkling- HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.