Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 60
dagar þangað til þið farið norð- ur, og ég hef hugsað mér að flytja nokkru áður, því ég veit að móðir þinni fellur það betur.“ Hann sat þögull um stund og starði inn í eldinn, og það leit næstum út fyrir, að hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði. En svo svaraði hann loks: „Þú gerir auðvitað það sem þú vilt, Linda, og ef þú hefur áhuga á, skal ég gjarnan reyna eftir getu að útvega þér sæmi- lega launað starf. En ég vil ráð- leggja þér að bíða með að flytja í nokkra daga. Hver veit nema ég hafi þá fundið eitthvað, sem hentar þér. Það liggur vonandi ekki nein ósköp á því, er það?“ Hann brosti lítið eitt, því hann hafði allt í einu fengið snjalla hugmynd, og hann ákvað að gera hana að veruleika jafnskjótt og tök væru á því. Bruce hafði ákveðið að leggja af stað til Kinlock Hall hinn 20. janúar, og þegar sá dagur nálg- aðist, var allt heimilið á öðrum endanum og hvergi friður. Linda óskaði, að öllu þessu væri lokið og að hún sæti 1 ró og næði 1 hlýlega herberginu, sem hún hafði tekið á leigu. Hún var dá- lítið taugaóstyrk, því hún hafði ekki fengið neitt svar við um- sóknum sínum, og var farin að óttast, að ef til vill yrði ekki eins auðvelt fyrir hana að fá atvinnu og hún hafði haldið. Hún var líka farin að velta því fyrir sér, hvort hún ætti ekki að segja upp herberginu, fá heldur leigt á gestaheimili fyrir ungar stúlkur. Þar myndi hún að minnsta kosti ekki þurfa að sitja aleih öll kvöld, og þar yrði held- ur ekki eins dauflegt að vera, ef hún yrði að bíða lengi eftir að fá atvinnu. — Kvöldin yrðu löng og einkennileg í herberginu, og allt í einu var eins og framtíðin blasti við henni 1 dimmum og drungalegum skugga. Hún gerði sér ljóst, að framvegis yrði til- vera hennar fólgin í vinnu — og engu öðru. Og um þetta leyti fékk hún ekki heldur tækifæri til að leita huggunar hjá Bruce, því að hann sást naumast heima. Frú Kinlock gerði enga til- raun til að leyna gleði sinni yfir því að verða laus við Lindu, því að afbrýðisemi hennar hafði sí- fellt færzt í aukana undanfarnar vikur. Auðvitað hélt hún ekki í fullri alvöru, að Bruce yrði ást- fanginn af stúlkunni, því að hún var þeirar skoðunar, að Bruce væri svo skynsamur að fara ekki að bindast bæði fátækri og for- eldralausri stúlku. Úr því að hann var orðinn eigandi að Kin- lock Hall, var það hreint og .58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.