Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 63
ar einkaritara, og vill borga
þrettán pund í mánaðarlaun.
Hann er mjög önnum kafinn
maður og ritari hans þarf að
vera dugleg, greind og starfsfús
stúlka. Það er auk þess nauðsyn-
legt, að hún búi á heimili hans.
Hann býður eins mánaðar orlof
á ári, og annars er vinnutíminn
eins og gerist og gengur — ef svo
er ekki, greiðist aukavinna sér-
staklega. Hugsaðu þig vel um og
segðu mér álit þitt.“
„Þetta lætur næstum ótrúlega
1 eyrum,“ stamaði Linda með
ljóma í augum. „Hvar er þetta?
Er það héma í London?“
Er það hjá því opinbera?“
„Nei, það er uppi í sveit.“
„Nei, maðurinn vinnur sjálf-
stætt.“
„En — en hefurðu talað við
hann um, að ég er ekki óaðfinn-
anleg í hraðritun?“
„Hann veit það.“ Bruce kink-
aði kolli með alvörusvip. „Jæja,
hverju svararðu?“
„Ég samþykki auðvitað,“ sagði
Linda hraðmælt. „Þetta er ágæt
staða, og ég vona að ég standi
mig svo vel að ég verðskuldi
svona mikil laun.“
„En ég tel skyldu mína að
gefa þér dálitla aðvörun,“ sagði
hann. „Það getur verið, að hús-
bóndi þinn verði nokkuð erfið-
ur viðskiptis stundum."
„Það gerir ekkert til,“ sagði
hún brosandi. „Ég skal fara eft-
ir fyrirmælum hans, jafnvel þó
að hann sé bæði mislyndur og
kenjóttur. Og mig langar ákaf-
lega til að fá þetta starf, Bruce,
og ég er þér þakklát fyrir að
hafa hjálpað mér. Hvenær á ég
að byrja?“
,,Á morgun.“
„Og hvert á ég að fara?“
„Til Skotlands.“
„Til Skotlands?“ endurtók hún
og horfði skilningssljó á hann.
„Já, þú munt starfa sem einka-
ritari á stað, er nefnist Kinlock
Hall. Það er orðinn nýr eigandi
að herragarðinum, og hann get-
ur ekki án einkaritara verið.“
Linda var orðin eldrauð í
kinnum, og hún stóð upp, en
hann gaf henni bendingu um að
setjast aftur.
„Þú skilur það, Linda,“ hélt
hann áfram, „að ég þekki hvorki
fólkið né aðstæðurnar þar, en þú
þekkir hvort tveggja, og það er
mikilvægasta ástæðan til þess
að ég þarf að hafa þig með
mér.“
Hjartað sló ofsalega í brjósti
hennar, og hana svimaði næst-
um af gleði, en svo vaknaði allt
í einu illur grunur með henni.
„Segðu mér hreinskilnislega,
Bruce — gerirðu þetta aðeins af
því að þú vorkennir mér?“
APRÍL, 1955
61