Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 57
hann fór inn í sælgætisbúðina
á undan skóbúðinni. Hann átti
erfitt með að ákveða sig, og til
að losna við feimnina og vork-
unnlátt bros afgreiðslustúlkunn-
ar, valdi hann af tuttugu kon-
fektöskjum í öllum litum, næst-
um í blindni — þá allra stærstu
og dýrustu. Þegar Jean-Claude
var aftur kominn út á gangsfétt-
ina, gekk hann úr skugga um
það úti fyrir búðarglugganum
á skóbúðinni, að hann átti ekki
eftir nóga aura til að kaupa skó.
Þeir gömlu urðu að duga. Þarna
myndu verða svo margir, að þeir
yrðu ekki áberandi.
KENNSLUTÍMI hans var á
afmælisdaginn. Þar eð ekki
hafði verið sent afboð, kom hann
klukkan sjö. í salnum, þar sem
Martine var vön að taka á móti
honum, var slagharpan, borðin,
kommóðan og stólar þakið blóm-
um og öskjum. í þessari gjafa-
útstillingu gáði Jean-Claude á-
rangurslaust að sinni eigin.
Martine kom inn.
„Afsakið hugsunarleysi mitt.
Ég hefði átt að segja, að dans-
leikurinn byrjaði ekki fyrr en
níu.“
„Ég var einnig dálítið á báð-
um áttum. En ég var hræddur
um, að þér ættuð ekki von á
mér.“
„Þér eruð allt of elskulegur.
Ég er fegin, að þér komuð. Ann-
ars vil ég gjarnan þakka yðurv
og skamma yður svolítið um
leið. Þér hafið verið allt of
eyðslusamur.“
Askjan var þá komin, og þó
stóð hún hér ekki. Jean-Claude
gat ekki leynt vonbrigðum sín-.
um, því Martine sagði brosandi:
■ „Nei, yðar gjöf er hér ekki. Ég
hef hana uppi í herberginu
mínu. Ég vildi hafa hana fyrir-
sjálfa mig, alveg ein, en ekki
innan um allt hitt.“
Martine roðnaði. Það undir-
strikaði, áleit Jean-Claude, þá
játningu, sem lesa mátti úr orð-.
um ungu stúlkunnar. Þá gerði
hann það, sem hann allt til þessa
hafði ekki einu sinni þorað að
gera í huganum. Hann tók um
hendur hennar, horfði á hana
brennandi augum og sagði:
„Ég skil, Martine, að fyrir þér
er ég ekki eins og aðrir.“
Hún leit niður, en svaraði.
ekki.
„Ég hlakka til að dansa við yð-
ur í kvöld, Martine. Ég er ham-
ingjusamasti maður í heimi. Þér
skuluð sjá. ... Þér skuluð sjá... “■
Hún fékk líka vissulega að sjá.
allt annan Jean-Claude frá þess-
ari stundu, fullan af sjálfstrausti
og ást, sem kom fram í öllum
hans orðum og gerðum.
APRÍL, 1955
55