Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 18
eiginlegu hættu, sem ógnaði þeim. Og síðan ríkti löng og vandræðaleg þögn. Við kvöldverðinn, sem Bouk- arian færði þeim, urðu þau að sitja hvort andspænis öðru við lítið borð. Freddy gat rólegur virt fyrir sér magurt og ástríðu- fullt andlit stúlkunnar. Hann fann heita strauma fara um sig frá grænum augum hennar, og ástríða hans vaknaði. Freddy var vel kunnugt um hve auðveldlega konur féllu fyr- ir ástleitni hans. Þessa stúlku, sem var á undanhaldi og hafði áreiðanlega ekki notið neinnar hamingju með Markúsi, gæti hann fengið þegar hann vildi. En hann kunni ekki við að fara of geyst af stað. Þegar tími var til kominn að fara að hátta sig slökkti hann ljósið. Þau gengu hvort að sín- um legubekk. í myrkrinu fóru þau aftur að tala um hið ömur- lega hlutskipti sitt. Rauðtoppa hætti á að vera dálítið opinská: hún talaði um ótta sinn og sorg . . . hún hafði ekki alltaf baðað í rósum! Freddy kunni trega hennar vel. HANN hrökk við — undarlegt hljóð við gluggann gerði honum hverft við. Hann þaut á fætur með skammbyssuna 1 hendinni, velti stóli um koll, og hló þegar hann sá að það var aðeins kött- ur. Hann kveikti ljósið til að geta sett stólinn á sinn stað. Rauðtoppa hafði orðið hrædd og sat flötum beinum á legubekkn- um. Hún greip hendinni um háls sér. Freddy sá fíngerðar út- línur brjóstanna undir þunnum silkikjólnum. Hann afsakaði sig stamandi og slökkti ljósið. En andartaki síðar faðmaði hann Rauðtoppu að sér, og hún endurgalt kossa hans. Hann vaknaði um dagmál og fann miða festan með nál á svæfilinn. Hann las: — Ég er svo óhamingjusöm! Hinir lofuðu að láta mig í friði ef ég framseldi þig í hendur þeirra, en að öðrum kosti myndi ég fá það sem ég ætti skilið. Mér var skipað að ganga úr skugga um hvort þú værir hjá Boukarian. Ef ég kæmi ekki út aftur táknaði það já. Antonio og handlangarar hans sitja í laun- sátri og brjótast inn í húsið klukkan tólf. En nú vil ég ekki lengur sætta mig við að þeir kló- festi þig. Forðaðu þér! Reyndu að flýja yfir þökin! Mig brast kjark til að játa sannleikann augliti til auglitis við þig. Ef þeir ná mér ættirðu að hugsa stundum til mín! Gæfan fylgi þér, Freddy! — Rauðtoppa! * 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.