Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 18
eiginlegu hættu, sem ógnaði
þeim. Og síðan ríkti löng og
vandræðaleg þögn.
Við kvöldverðinn, sem Bouk-
arian færði þeim, urðu þau að
sitja hvort andspænis öðru við
lítið borð. Freddy gat rólegur
virt fyrir sér magurt og ástríðu-
fullt andlit stúlkunnar. Hann
fann heita strauma fara um sig
frá grænum augum hennar, og
ástríða hans vaknaði.
Freddy var vel kunnugt um
hve auðveldlega konur féllu fyr-
ir ástleitni hans. Þessa stúlku,
sem var á undanhaldi og hafði
áreiðanlega ekki notið neinnar
hamingju með Markúsi, gæti
hann fengið þegar hann vildi.
En hann kunni ekki við að fara
of geyst af stað.
Þegar tími var til kominn að
fara að hátta sig slökkti hann
ljósið. Þau gengu hvort að sín-
um legubekk. í myrkrinu fóru
þau aftur að tala um hið ömur-
lega hlutskipti sitt. Rauðtoppa
hætti á að vera dálítið opinská:
hún talaði um ótta sinn og sorg
. . . hún hafði ekki alltaf baðað í
rósum! Freddy kunni trega
hennar vel.
HANN hrökk við — undarlegt
hljóð við gluggann gerði honum
hverft við. Hann þaut á fætur
með skammbyssuna 1 hendinni,
velti stóli um koll, og hló þegar
hann sá að það var aðeins kött-
ur. Hann kveikti ljósið til að
geta sett stólinn á sinn stað.
Rauðtoppa hafði orðið hrædd og
sat flötum beinum á legubekkn-
um. Hún greip hendinni um
háls sér. Freddy sá fíngerðar út-
línur brjóstanna undir þunnum
silkikjólnum. Hann afsakaði sig
stamandi og slökkti ljósið.
En andartaki síðar faðmaði
hann Rauðtoppu að sér, og hún
endurgalt kossa hans.
Hann vaknaði um dagmál og
fann miða festan með nál á
svæfilinn. Hann las:
— Ég er svo óhamingjusöm!
Hinir lofuðu að láta mig í friði
ef ég framseldi þig í hendur
þeirra, en að öðrum kosti myndi
ég fá það sem ég ætti skilið.
Mér var skipað að ganga úr
skugga um hvort þú værir hjá
Boukarian. Ef ég kæmi ekki út
aftur táknaði það já. Antonio og
handlangarar hans sitja í laun-
sátri og brjótast inn í húsið
klukkan tólf. En nú vil ég ekki
lengur sætta mig við að þeir kló-
festi þig. Forðaðu þér! Reyndu
að flýja yfir þökin! Mig brast
kjark til að játa sannleikann
augliti til auglitis við þig. Ef
þeir ná mér ættirðu að hugsa
stundum til mín! Gæfan fylgi
þér, Freddy! — Rauðtoppa! *
16
HEIMILISRITIÐ