Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.04.1955, Blaðsíða 37
■ers, ein síns liðs, og henni þótti gaman að dansa. Og reyndar höfðu þeir alveg sérstaklega góða hljómsveit við ströndina. Þau fóru saman á dansstaðinn. Næstu dagana sáu þau allt það, sem vert var að skoða í Sun- water og umhverfi — að með- töldum litlum og fásénum læk við rætur klettanna. Það var síðla kvölds, og máninn reis upp af haffletinum. Hann tók hana 1 fang sér. Rödd hans skalf lítil- lega, þegar hann mælti í lágum hljóðum: — Rosemary! Ég — Ó — elsku Rosemary. Ég elska þig. Ég til- bið þig. Þú munt ætíð verða eina konan í lífi mínu. Og þau kysstust. Sér til mikils léttis komst Rosemary að þeirri niðurstöðu, að nú hafði hún loksins fundið hinn eina rétta. — Eiginlega var þetta ekki alveg eins og það átti að vera. Því þau mæltu sér mót daginn eftir — og Brian kom ekki. í sannleika sagt, þá sá hún hann aldrei framar. ÖÐRUVÍSI var Sonja. Ösku- grátt, uppstrokið hár, óaðfinnan- legur klæðnaður — af þeirri teg- und kvenna, sem án umhugsun- ar kemur mönnum á kaldan klaka. Brian hitti hana á dans- leik. Hún var klædd nærskorn- um, svörtum kvöldkjól, með alls konar skrautdroppum. Hann var nokkuð hræddur við Sonju, en sá hins vegar at- hyglisverðan glampa í ísköldum augum hennar, þegar þau litu hvort á annað; og hann mann- aði sig upp 1 að bjóða henni dans. Þau dönsuðu saman allt kvöldið. Brian komst að raun um, að Sonja var alls ekki eins kaldlynd og hún leit út fyrir að vera. Og það var hún, sem fann kyrrláta lækinn við ströndina, kvöldi síðar. Honum fanst hún virka lamandi á sig, en þó mátti finna framför í framkomu hans við hitt kynið. — Sonja, ástin mín, hóf hann máls. Ég elska þig. Ég tilbið þig. Þú verður um eilífð hin eina kona í minu lífi. Jafnvel Sonja hélt, að hann meinti þetta. Hún mælti sér aft- ur mót við hann, svo hún gæti farið með honum í Metropolitan- bíóið kvöldið eftir, klukkan hálf- átta. En þegar klukkan sló hálf- átta, sat Brian á aftasta bekk í Rialto-bíóinu, — ásamt Mavis! Mavis var ekki laus við að vera auvirðileg. Hún var skræk- róma og yfirleitt á þann veg, að hún gat komið öðrum í slæmt skap — einkum þegar hún hló — og það gerði. hún eiginlega í APRÍL, 1955 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.