Heimilisritið - 01.04.1955, Side 31
viðurkenna að hann elskaði
hana . . .
Þegar þau voru trúlofuð
skýrð'i hann henni í fám orðum
frá Lilly. Hún þagði við, lengi.
— Þú varst rnjög hamingjusam-
ur með Lilly, var það ekki,
Mike?
— Jú, en tilfinningar mínar
til þín eru jafn sterkar fyrir því,
Jane. — Þær eru ekta — bara
öðruvísi
— Já, elskan, ég skil, sagði
hún. En augnaráð hennar var
áhyggjufullt. — Það er ekki það'
sem gerir mig órólega. En þú
virðist reyna að forðast allt sem
minnir á hana.
— Já, það er ýmislegt sem
maður veigrar sér við að muna
of vel. Eg varð að halda áfram
að lifa, Jane, — varö að reyna
að þrauka. Ef ég hefði haldið
áfram að hugsa um hana. hefði
ég aldrei fengið frið fyrir þessari
hræðilegu spurningu: hvers
vegna?
Hún brosti raunalega. — Ég
veit það var erfitt. En þú ert að
flýja sjálfan þig. Hún virti hann
fyrir sér íhugandi. — Samt held
ég að' óhamingja þín eigi sér ein-
hverjar dýpri rætur. Mike, hvað
er það sem gerir þig óhamingju-
saman núna?
Það var ekki auðvelt að svara
þessari spurningu. Loks sagði
hann: — Það er alveg eins og
. . . eins og ég sé ótrúr Lilly af
því ég er ástfanginn af annarri
stúlku. Af því ég gef annarri
stúlku allt sem ég var áður bú-
inn að lofa henni.
— Eg skil hvernig þér líður,
Mike. En ég get ekki hjálpað
þér. Enginn getur hjálpað þér.
Þú verð'ur sjálfur að finna lausn
á þessu vandamáli.
I gærkvöldi hafði hún afhent
honum lyklana. Og nú stóð
hann hér í stofunni sem var full
af þeim minningum sem hann
hafði reynt að loka úti. Og sorg-
in og sársaukinn höfðu ekki
glatað broddi sínum.
Hann snerist hvatlega á hæli
og gekk út úr stofunni. Hann
læsti stofudyrunum og hljóp nið-
ur stigann. I fordyrinu dokaði
hann við og sneri sér að dyrun-
um út að garðinum. Síð'ar spurði
hann sjálfan sig hvers vegna
hann hefði einmitt gert það.
En allt í einu var eins og hann
fengi svör við öllu!
Ljóslifandi minning stóð hon-
um snögglega fyrir hugskots-
sjónum, mvnd af Lilly úti í
garðinum eitt haustkvöld, þar
sem hún stóð með fangið fullt
af blómum.
— Er það ekki dásamlegt að
vera svona hamingjusöm eins og
APRÍL, 1955
29