Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 19
Illir andar, lyf og læknar
r------------------------------------------
Framhald bókarinnar um þróun
læknavísindanna, eftir dr. med.
HOWARD W. HAGGARD
<________________________________________J
Ein var sú trúarlækning, þó
ekki í tízku lengur, sem fram-
kvæmd var að undangenginni
læknisskoðun. Það var hin svo-
kallaða „konungssnerting“ við
„kóngsveiki" og niðurfallssýki.
Kóngsveikin var sama sem berkl-
ar í hálseitlum, þó að á þeim
tíma hafi það tíðkazt, að viðhafa
kóngssnertingu við hvers konar
bólgu 1 hálsi, og var þessi aðferð
viðurkennd af lækni konungs-
ins.
Sögusögnin segir, að höfund-
ur konungssnertingar hafi verið
Játvarður helgi Englakonungur,
og að upphaf hennar hafi verið
með þessum hætti:
„Ung kona hafði gifzt manni
á hennar eigin aldri, en þar sem
þeim varð engra bama auðið,
hlóðust vessarnir að hálsi henn-
ar, og hún varð mjög veik og
kirtlarnir bólgnuðu hræðilega. í
draumi var henni ráðlagt að
biðja konunginn að þvo hina
sýktu parta. Hún fór til hallar-
innar, og konungurinn sjálfur
framdi það kærleiksverk á henni,
að nudda háls hennar með fingr-
unum vættum 1 vatni. Dásam-
legur bati fylgdi græðandi snert-
ingu konungsins, hin sýkta húð
rifnaði og ormar runnu út með
greftinum ogbólgan hjaðnaði. En
þar sem sárið var mikið og ljótt
á að líta, fyrirskipaði konungur-
inn að hún skyldi haldin á sinn
kostnað, unz hún væri grædd að
fullu. En áður en full vika var
liðin, var komin falleg, ný húð,
sem huldi örið svo fullkomlega,
að engin merki sáust. Er tæpt ár
var liðið frá þessum atburði, ól
hún tvíbura og jók þannig á að-
dáun manna á heilagleik Ját-
varðar konungs".
M. ö. o., hún vitnaði um bata
sinn.
Þessi töframáttur, að geta
læknað með handaálagningu, var
álitinn hafa gengið í erfðir til
APRÍL, 1955
17