Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 31

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 31
Emily sá undir eins,' að þessi hattur átti ekki sinn líka. Hann hafði allt til að bera — og ekk- ert. Hann var úr rauðum, dún- mjúkum fasanafjöðrum, hjúpuð- um í slæðuskýi. Hún sá Pierre ekki um kvöld- ið og ekki heldur daginn eftir. En hún fékk bréf frá móður sinni með innlögðu bréfi frá Henry. Elsku Emily mín. Ég kom til Derby eftir erfitt ferðalag. Abi- gael frænka er furðu brött eftir aldri. Ég sauð niður 10 kíló af kirsuberjum úr garðinum henn- ar í gær. . . . Emiiy sá Henry fyrir sér í anda að bardúsa í eldhúsi með svuntu á maganum. Þetta var fagur morgun, og hún ákvað að fá sér hádegisverð í litlu yeitingahúsi nálægt Notre Dame. Nýi hatturinn sveif næst- um því á höfði hennar og veitti henni aukinn þokka og aukið sjálfstraust sem glæsilega klæddri heimsdömu. Hún settist við gangstéttar- borð ög beið eftir kaffinu, þegar hestvagn kom skröltandi eftir götunni. í honum sátu piltur og stúlka, sem héldust í hendur. Þegar vagninn kom nær, laut pilturinn fram og sagði nokkur orð við ekilinn, og Emily greip andann á lofti. Þetta var Henry! Hún stóð upp og starði opin- mynnt eftir vagninum, þangað til þjónninn vakti hana af dvalanum. „Takk,“ sagði hún og settist með skjálfandi hné. Þegar hún kom aftur að gestaheimilinu, gekk Pierre ó- þolinmóður fram og aftur fyrir framan húsið. ,,Ég sé að þér eruð með hluta af París á höfðinu,“ sagði hann með aðdáunarsvip. „Við verðum að finna upp á einhverju, sem er 1 stíl við hattinn. Komum saman í óperuna í kvöld — bara þú og ég, Anna.“ Hún sá Henry aftur í hléinu í Óperunni. Hann var þar með frönsku dömtmni. Þau sátu að- eins þremur bekkjarröðum fyr- ir framan Emily. Hún hnipraði sig saman í stólnum og hélt hend- inni fyrir andlitinu, en Henry var svo upptekinn af þeirri frönsku að hann tók ekkert eftir fólkinu í kringum sig. Hvernig dirfðist hann að fara svona á bak við hana? „Abigael frænka“ — hugsa sér! „Á morgun er síðasti dagur- inn minn 1 París,“ sagði hún vlð Pierre, þegar þau gengu heim um kvöldið. „Þá megum við ekki skilja á morgun,“ sagði hann. „Gerirðu JÚNÍ, 1955 29

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.