Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 59

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 59
Framhaldssaga eftir RUTH FLEMING Nýi herragarðs- eigandinn FORSAGA Bruce Kinlock hefur erft herra- garðinn Kinlock Hall við andlát Sir Hamish, sem var fjarskyldur ætt- ingi hans. Hann er nú fluttur á herragarðinn, ásamt móður sinni, og hefur ráðið Lindu, dóttur Sir Ham- ish sem ritara sinn. Bruce var vanur hestamaður, og hann langaði að láta spretta úr spori eftir fáfömum vegin- um. Hann bað hestasveininn um að leggja á Sultan, bezta hest- inn í hesthúsinu, og þegar hann hafði skipt um föt eftir mat, reið hann af stað. Hann hafði skammt farið, er hann leit aftur’ og þegar hann kom auga á Lindu í einum glugganum, lyfti hann handleggnum og veifaði til hennar. Hann komst brátt í betra skap, en þegar hann beygði fyrir hæð- arás einn, sá hann ungan mann skammt frá, sem var að reyna að kenna fallegum jörpum fola að stökkva. Hann reið honum aftur og aftur að hlöðnum stein- vegg, en folinn var hræddur og þorði ekki að hoppa yfir. Reið- maðurinn var óþolinmóður og notaði svipuna óspart. Svo kippti hann 'í taumana og reyndi á ný, en aftur gugnaði hesturinn. Þá stökk maðurinn af baki og fór að berja folann með svip- unni þangað til hann hneggjaði af sársauka. Bruce hleypti hestinum og reið á vettvang. „Hvað.eruð þér eiginlega að gera, maður minn?“ spurði hann hvasslega. „Ekkert,“ svaraði hinn, en hann hætti barsmíðinni. „Ég er bara að reyna að troða einhverju viti inn í kollinn á þessari JÚNÍ, 1955 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.