Fréttatíminn - 12.07.2013, Síða 8
F ólk er ekki alltaf meðvitað um hugverkarétt hönnuða á vörum sem þeir hafa framleitt og gerir sér ekki alltaf grein fyrir því vinnu- og
hönnunarferli sem liggur að baki viðkomandi vöru
og alvarleika þess að stela hönnun annara. Neyt-
endur ættu að bera virðingu fyrir þeirri vinnu sem
liggur að baki hönnun einstaks hlutar og borga
réttum aðilum fyrir vinnuna í stað þess að borga
þeim sem stela og gera eftirlíkingar. Fyrsta skref
hönnuðar sem kemst að því að verið sé að gera
eftirlíkingar getur verið að hafa samband við við-
komandi og óska eftir því að framleiðslu á eftirlík-
ingum verði hætt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir,
verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands.
Hún segir jafnframt að hér á landi sé nokkuð
um það að fólk geri eftirlíkingar af fatnaði og
skartgripum og selji. Einnig að föndurbúðir aug-
lýsi vörur og námskeið sem auðvelda eigi fólki að
búa til sínar eigin eftirlíkingar. Með því að sækja
um hönnunarvernd hjá Einkaleyfastofu sé kominn
grundvöllur fyrir hönnuði til að sækja rétt sinn,
sé á þeim brotið. Á undanförnum árum hafa verið
seldar eftirlíkingar af vörum vinsælla íslenskra
hönnuða, svo sem af skartgripum Steinunnar Völu
Sigfúsdóttur sem hún framleiðir undir merkinu
Hring eftir hring, hálsmenum Hlínar Reykdal og
af hárspöngum frá Thelmu design.
Hugverkaréttur eFtirlíkingar algengar
Stolin hönnun víða til sölu
Hér á landi er algengt að
eftirlíkingar af skarti og
fatnaði séu seldar í versl-
unum, á sölusíðum á netinu
og á Facebook. Föndurbúðir
auglýsa einnig vörur svo
fólk geti sjálft útbúið sínar
eftirlíkingar og staðið fyrir
námskeiðum. Hönnun Hlínar
Reykdal hefur notið mikilla
vinsælda á undanförnum árum
og hafa eftirlíkingar á vörum
hennar verið til sölu. Hlín telur
þó að ekki búi alltaf einbeittur
brotavilji að baki heldur
frekar sjálfsbjargarviðleitni og
vanþekking á mikilvægi þess
að virða höfundarrétt.
Hálsmen frá Handa design voru seld í
versluninni Kastaníu en þeirri sölu hefur nú
verið hætt. Mynd/Facebook síða Handa design.
Hálsmen frá hönnuðinum Hlín Reykdal.
Mynd/Jón Reykdal.
Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna
rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppi-
stöðulón, sem flest eru á hálendinu. Lónin eru vatnsmest síðsumars
og geyma þá um 4.600 gígalítra, eða 4,6 rúmkílómetra af vatni.
Þessi forði gerir okkur kleift að vinna raforku jafnt og þétt allt árið.
Velkomin í heimsókn!
Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar frá kl. 10-17 alla daga í allt sumar:
Fljótsdalsstöð
Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka
miðvikudaga og laugardaga frá kl. 14-17.
Búrfell
Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu. Starfsfólk Landsvirkjunar tekur
á móti gestum við vindmyllurnar kl. 13-17 alla laugardaga í júlí.
Krafla
Jarðvarmasýning í gestastofu.
www.landsvirkjun.is/heimsoknir
Orkuforðinn okkar
Hálslón 2100 Gl1
Þórisvatn 1400 Gl2
Blöndulón 412 Gl3
Hágöngulón 320 Gl4
Krókslón 140 Gl5
Sultartangalón 109 Gl6
7
8
10
11
9
Kelduárlón 60 Gl
Gilsárlón 20 Gl
Bjarnarlón 5 Gl
Ufsarlón og
Vatnsfellslón 3 Gl
Hrauneyjalón 33 Gl
Miðlunarrými helstu lóna á Íslandi:
4
5
6
7
8
9
1011
412 Gl
56 km²
3
Miðlunarrými
Flatarmál við
fullt lón
Blöndulón
1400 Gl
83 km²
2
Miðlunarrými
Flatarmál við
fullt lón
Þórisvatn
2100 Gl
57 km²
1
Miðlunarrými
Flatarmál við
fullt lón
Hálslón
8 fréttir Helgin 12.-14. júlí 2013