Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Síða 30

Fréttatíminn - 12.07.2013, Síða 30
Gengið í lið með Leifi Í Í persónugalleríi Ladda er meðal annarra að finna Leif óheppna. Ég gekk í lið með honum á dögunum þegar ég tók nokkurra daga frí til þess að mála húsið. Fyrirfram gengur maður að því sem gefnu að dag- arnir kringum mánaðamótin júní og júlí séu bestir allra til að mála utanhúss. Sólin er hæst á lofti og nóttin björt. Bærilega hlýtt á að vera á þessum árstíma en það sem meira máli skiptir er vonin um að hann hangi þurr. Hann gerði það ekki. Því var líkt á komið hjá mér og Leifi óheppna. Það rigndi og rigndi – og það rigndi og rigndi – og ég beið og beið – og beið og beið og beið – en það stytti ekki upp. Þá er ekki gott að mála utandyra. Samt fór ég bjartsýnn út fyrsta morgun- inn með pensil og málningardós því það hafði stytt upp seinni part nætur. Eftir að hafa hrært í dósinni sótti ég stiga sem nauðsynlegur var til verksins þótt húsið sé aðeins ein hæð og þægilegt fyrir þá sem ekki hafa meistararéttindi í greininni. Ég hef samt málað talsvert um ævidagana og treysti mér vel í verkið ef það viðraði bæri- lega. Sem það gerði ekki því ekki hafði ég fyrr lagt stigann að húshliðinni en það fór að rigna. Ég beið um stund, líkt og Leifur óheppni, taldi þetta aðeins vera skúr en svo var ekki. Rigningin var samfelld. Ég hraktist inn í bílskúr með málningargræj- urnar og gekk frá þeim. Það þýðir ekki að mála veggi ef rigningin skolar málning- unni jafnharðan af. Á öðrum degi var ég enn bjartsýnn og hélt af stað með tól mín og tæki í þeirri von að betur gengi. Himininn var að samt þungbúinn og veðurspáin óhagstæð mál- urum. Ég fylgdist með veðurspá af ekki minni áhuga en bændur sem ekki vilja fá rigningu í flekkinn. Veðurfræðingar voru allir sammála. Rigning eða skúrir og skipti þá engu hvort skúrir voru í kven- eða karlkyni. Þennan dag mátti kalla úrkomuna skúrir. Þá var reynandi að skjótast út með pensilinn þegar þornaði en vonbrigðin voru því meiri þegar byrjaði að rigna á ný. Samt tókst mér að mála meðfram þak- kantinum hlémegin. Þriðja daginn var úrkoman sam- felld. Þá dró aðeins úr bjartsýninni því frítíminn, sem löngu var ákveðinn í þetta verkefni, var tak- markaður. Mér bar, samkvæmt ráðleggingum fag- manna, að mála þrjár umferðir. Fyrst með olíu- grunni og síðan tvær umferðir til viðbótar með málningunni sjálfri. Aug- ljóst mátti því vera að verkið tæki tíma. Þrátt fyrir úrhelli þessa dags hrærði ég í dósinni og fór út með pensilinn. Rúllu þýddi ekki að hreyfa. Ég fann þurrt svæði undir skyggni við bílskúrinn og gat dundað mér þar á hálfum hraða. Fyrirfram hafði ég séð fyrir mér, þegar málningarfríið var bókað, að ég málaði hverja umferðina á fætur ann- arri léttklæddur í sól og yl. Svo var ekki. Það var ekki nóg með úrkomuna. Það var líka kalt. Því klæddist ég úlpu, vettlingum og húfu við verkið þessa hásumardaga. Það er niðurdrepandi, jafnvel fyrir bjart- sýnismann. Á fjórða degi lifnaði heldur yfir mér. Ekki það að brostin væri á blíða eða hitatíð heldur hitt að eftir hádegi stytti tímabund- ið upp. Ég lagði penslinum þegar í stað og hóf grunnyfirferð með rúllunni. Samt gat ég ekki málað nema tvær hliðar húss- ins. Hinar voru svo gegnblautar að ekki þýddi að eiga við þær í svo takmörkuðum þurrki. Samt var þetta áfangi sem gaf von. Húsið breytti um svip, að minnsta kosti úr tveimur áttum séð. Veðurfræðingurinn í sjónvarpinu var ekki eins dapurlegur og fyrri kvöld og lofaði sól. Loforð veðurfræðinga eru svona og svona – en yfirleitt heldur ábyggilegri en stjórnmálamanna. Ég lagðist því glaður til hvílu það kvöldið í því skyni að taka daginn snemma. Það rigndi þegar ég vaknaði næsta dag og það rigndi enn um hádegið. Ég tók örlögum mínum og hringdi ekki einu sinni í Veðurstofuna enda þekki ég veður- fræðingana ekki lengur með nafni. Það er af sem áður var þegar þeir voru stjörnur sjónvarpsins og þóttu jafnvel svo fyndnir að þeir voru fengnir til að troða upp á skemmtunum. Undir nón gerðust hins vegar þau stórtíðindi að sólin, sem lofað hafði verið, braust fram. Ég beið ekki boðanna, sótti málningartólin og kleif stigann við vegginn. Um leið og ég rak nefið upp fyrir þakbrúnina fékk ég sólar- geisla í augun, eins og ég átti von á, en það breytti því þó ekki að það rigndi framan í mig á sama tíma. Ekki hef ég veðurfræði- lega þekkingu til að skýra þá furðu að í senn skíni sól og á mann rigni. Þannig á það ekki að vera. Það er annað hvort heitt eða kalt, blautt eða þurrt, sól eða rigning. Þetta þurfa Trausti og félagar á Veðurstof- unni að skýra nánar. Sjötta daginn rigndi enn svo ég hafði nægan tíma til að lesa Moggann í morg- unsárið. Þá hvarf bjartsýnin endanlega því yfir forsíðuna þvera sagði frá viðtali við veðurfræðing sem sá ekkert annað í kort- unum en rigningu og kulda mín megin á landinu svo langt sem spár næðu. Sá góði maður var ekkert að tala um næstu daga heldur vikur. Lægðirnar eru ekki röð held- ur biðröð. Það þýðir að komið verður haust áður en styttir upp – og ég á samkvæmt ráðleggingum að fara þrjár umferðir. Eftir lesturinn ákvað ég að taka annan pól í hæðina en Leifur óheppni. Ég hætti að bíða, pakkaði draslinu saman og fór aftur í vinnuna. Ritstjórnarskrifstofan heldur að minnsta kosti vatni. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /J ón Ó sk ar Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sendum frítt www.lindesign.is Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa Einstakar brúðargjar Úrval brúðargjafa á tilboðsverði úr vefverslun Íslensk hönnun Lítið og þægi legt ferðakolagri ll – auðvelt að brjóta saman ! 998kr.stk. Verð áður 2999 kr. stk. Notebook ferðakolagrill 66%afsláttur – fyrst og fre mst ódýr! SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla MEÐ ALLIR ÚT AÐ HJÓLA Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is 30 viðhorf Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.