Fréttatíminn - 28.06.2013, Síða 2
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
BERIÐ SAMAN
VERÐ OG GÆÐI
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
VELDU
GRILL
SEM EN
DIST
OG ÞÚ
SPARA
R
49.900
Kraftmikið, meðfærilegt
og frábærlega hannað
gasgrill fyrir heimilið
eða í ferðalagið
Frábært á svalirnar
eða á veröndina
www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga
Útför Hemma Gunn í dag
Fjölmargir vilja eignast símaklefa en Síminn hefur
ákveðið að þeir fari allir á haugana í árslok. Gunnhildur
Arna segir málið í skoðun. Ljósmynd/Hari
Fjarskipti Frétt Fréttatímans um endalok símakleFa hreyFði við Fólki
Slegist um símaklefana
„Eftir að fréttin birtist hjá ykkur í síðustu viku
hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá fólki
sem vill eignast símaklefa,“ segir Gunnhild-
ur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símans.
Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku
að allir símaklefar landsins verða teknir úr
umferð í lok þessa árs. Símaklefunum hefur
fækkað jafnt og þétt síðustu árin og nú
eru þeir ekki nema fjórtán eftir. Út-
breiðsla GSM-síma þykir hafa gert
þá óþarfa.
Gunnhildur Arna segir að ýmis
fyrirtæki, til að mynda auglýs-
ingastofur, hafi lýst yfir áhuga á
að eignast símaklefa. „Og einstaklingar líka. Það var
til dæmis einn sem vildi fá þetta í garðinn sinn. Svo
vilja endurvinnslufyrirtæki álið í klefunum. Við
skoðum þetta allt en það hafa engar ákvarðanir ver-
ið teknar um þessa góðu klefa,“ segir Gunnhildur.
Hún segir að þó sé afráðið að einn símaklefi verði á
kaffihúsi starfsmanna Símans, Kaffigarðinum.
Fréttin um endalok símaklefanna hreyfði við
fleirum en fólki sem vill eignast þá. Þannig
hafa sumir ekki enn gefið upp vonina um
að klefarnir fái að lifa áfram. „Það eru sum
sveitarfélög sem vilja yfirtaka reksturinn á
klefunum hjá sér. Það er í skoðun.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
upplýsingafulltrúi Símans
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann
Gunnarsson, verður jarðsunginn í dag,
föstudag. Útförin verður frá Hallgríms-
kirkju og hefst klukkan 15:00. Prestur
verður séra Pálmi Matthíasson. Bein
útsending frá jarðarförinni verður í
Valsheimilinu að Hlíðarenda þar sem
erfidrykkjan fer fram.
Hemmi Gunn átti að baki
farsælan feril í íþróttum og lék
knattspyrnu með Val og tuttugu
leiki með knattspyrnulandsliðinu,
auk þess að leika nokkra landsleiki
í handbolta. Síðar hóf hann störf hjá
Ríkisútvarpinu, fyrst sem íþrótta-
fréttamaður og hafði síðar
umsjón með þáttunum
vinsælu Á
tali hjá
Hemma
Gunn.
Hemmi
starfaði lengi
hjá Stöð 2 og
Bylgjunni auk þess að syngja inn á plötur
og skemmta með Sumargleðinni.
Að kvöldi útfarardags, klukkan 19:35,
verður minningardagskrá um Hemma
Gunn í Ríkissjónvarpinu þar sem sýndar
verða svipmyndir frá athöfninni fyrr um
daginn. Þar á eftir verður sýndur
sjónvarpsþáttur um feril og
lífshlaup Hemma þar sem
sýndar verða myndir úr
safni sjónvarpsins og
viðtöl við ættingja hans
og vini, samferðar- og
samstarfsfólk.
-dhe
Sálfræðingafélagið
skorar á stjórnvöld
Sálfræðingafélag Íslands skorar á stjór-
nvöld að bregðast við þörf framhalds-
skólanema fyrir sálfræðiþjónustu. Börnum
í grunnskóla er tryggt aðgengi að sál-
fræðiþjónustu af hálfu sveitarfélaganna en
þegar grunnskólanum sleppir er aðgengi
að þjónustu lítið sem ekkert, hvorki í fram-
haldsskólunum né í heilsugæslunni. Þannig
er staðan þrátt fyrir að börnin teljist ekki
fullorðin fyrr en við 18 ára aldur. Í tilkynn-
ingu frá Sálfræðingafélaginu er bent á að
fjárveitingar til framhaldsskóla á Íslandi
eru minni en í mörgum OECD-löndum.
„Margs konar tilfinningavandi eykst mjög
á framhaldsskólaárunum og ljóst að
dýrkeypt er, ef ekki er brugðist við honum
með réttum hætti. Ef rétt er á haldið
verður að telja líklegt að betra aðgengi
að sálfræðiþjónustu við framhaldsskóla-
nemendur muni skila sér í sparnaði
ríkis til framtíðar, að ónefndum bættum
lífsgæðum og betri líðan þeirra sem í hlut
eiga,“ segir í tilkynningunni.
Aldurshópurinn 35 til
49 ára skuldar mest
Samanlagðar skuldir fjölskyldna á aldr-
inum 35 til 49 ára eru um 43 prósent af
heildarskuldum landsmanna, samkvæmt
upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.
Skuldir þessa aldurshóps höfðu þó dregist
saman um 7,6 prósent á milli ára. Í lok
árs 2011 skulduðu 19 prósent fjölskyldna
á Íslandi ekki neitt. Af skuldsettum fjöl-
skyldum skuldaði helmingur 6 milljónir
króna eða minna og skulduðu 90 prósent
skuldsettra fjölskyldna minna en 31,4 millj-
ónir króna. Þeir aldurshópar fjölskyldna
sem skulda minnst er fólk 29 ára og yngra
og eldra en 67 ára. -dhe
n okkrir hressir Íslendingar í Danmörku lögðu leið sína á karókí-barinn Sams Bar í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöldið og hittu þar fyrir engan annan en forsætisráðherra Íslands, Sigmund
Davíð Gunnlaugsson. Aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason,
segir að þeir félagarnir hafi litið þarna inn kvöldið áður
en Sigmundur átti fund með Helle Thorning-Schmidt,
forsætisráðherra Danmerkur, og þeir hafði því ekki
stoppað lengi. „Við fórum út til að finna okkur ein-
hvern mat. Síðan gengum við þarna framhjá og
datt í hug að fá okkur kannski einn bjór," segir
Jóhannes. Þeim leist þó heldur illa á sönginn
til að byrja með og ákváðu að fresta bjórnum,
enda klukkan hvort eð er orðin margt. Hvorki
Sigmundur né Jóhannes tóku lagið en þeir nutu
söngsins í smá tíma. „Þarna komu síðan nokkrir
skemmtilegar söngvarar og einn var alveg fárán-
lega góður,“ segir hann og er nokkuð viss um að
sá hafi tekið lagið Walking in Memphis.
„Þegar við erum á leiðinn út mætt-
um við síðan söngvaranum
og Sigmundur sagði við
hann á ensku hvað hann
hefði sungið vel.“ Það
kom þeim síðan nokkuð
á óvart þegar söngvar-
inn svaraði þeim bros-
andi á Íslensku: „Takk
fyrir, Sigmundur!“
Kannski er ekki
að undra að þarna
hafi hópur Íslend-
inga verið enda er
Sams Bar einn
vinsælasti karó-
kíbarinn í Kaup-
mannahöfn,
á besta stað
á Strikinu.
Fyrsti karó-
kíbarinn sem
opnaður var
í Danmörku
árið 1989 hét
einmitt Sams
Bar en honum
var lokað þeg-
ar annað útibú
var opnað á
Strikinu.
Einhverjir
Íslendinganna
settu sig skjótt
á biðlistann
þegar þeir sáu
Sigmund Davíð
og ætluðu að
syngja sérstak-
lega fyrir hann en
forsætisráðherrann var
farinn áður en röðin kom að þeim.
„Við vorum að fara á fund um morgun-
inn þannig að það þýddi ekkert að vaka
frameftir,“ Jóhannes.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
dægradvöl sigmundur davíð gaF sér tíma til að hlýða á lög
Forsætisráðherrann
á karókíbar í Köben
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leit við á karókóbar á Strikinu kvöldið áður en
hann fundaði með forsætisráðherra Dana. Aðstoðarmaður hans segir þá hafa hætt við að fá sér
einn kaldan voru lítt hrifnir af því sem þeir heyrðu til að byrja með. Kraftmikill söngvari vakti
síðan athygli þeirra.
Kvöldið áður en Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson hitti
Helle og ræddi við hana um
Evrópusambandið kíkti hann
á karókíbar með aðstoðar-
manni sínum. Mynd/Hari
2 fréttir Helgin 28.-30. júní 2013